Úrval - 01.12.1966, Side 39
EINMANALEIKI
37
til þess að hægt væri að fara út að
skemmta sér.
Vinkonur mínar úr skólanum
fengu sér atvinnu og giftust, en ég
dvaldist áfram hjá gamla fólkinu.
Þannig liðu dagarnir hjá mér. Færi
ég í samkvæmi hafði ég litla á-
nægju af bví. Ég var óframfærin
og stirðbusaleg í framkomu og
kunni ekki að bera mig vel. Kunn-
ingjastúlkur mínar á samkomustöð-
um og í skátafélögum komu stund-
um heim með mér, en dómarnir
sem skyldfólk mitt kvað upp um
þær þegar þær voru farnar höfðu
þau áhrif á mig að ég treysti mér
ekki til að halda áfram kunnings-
skapnum.
Hjá sumum leysist þessi vandi
þegar þær giftast, en ég var að alast
upp milli 1920 og 30. Þeir sem hafa
einhverja hugmynd um hve margir
féllu í fyrra stríði munu glögglega
skilja hversvegna það eru svo
margar ógiftar stúlkur á mínum
aldri.
Þegar leið að því að ég yrði að
fara að vinna fyrir mér sjálf, varð
mikil breyting á ævi minni. Ég
fann til þess að vera öðrum óháð,
og þó að ég væri nokkuð út af fyr-
ir mig, þá var ég þó að minnsta
kosti í snertingu við annað fólk. Ég
eignaðist kunningja í starfinu, á
samkomustöðum og í námsflokkum.
En að því er snerti heimili mitt og
frístundir, þá var ég alltaf jafn
einmannaleg.
Hvernig er hægt að hjálpa ein-
stæðingunum? Sá sem ætlar að gera
það verður að kunna að greina á
milli þeirra sem vilja vera einir
og þeirra sem neyðast til þess. Sum-
um þykir ágætt að vera einir og
vilja það. Sumir vilja halda sjálf-
stæði sínu og þola enga yfirumsjón.
Ef farið er að koma til þeirra í
góðgerðarskyni kunna þeir að taka
því hið versta. Þetta fólk kærir sig
ekkert um góðgerðasemi og með-
aumkun.
Félög einstæðingsfólks hafa orð-
ið ýmsum til huggunar sem komið
hafa til að giftast, en flestum okkar
er þannig farið, að slíkt getur ekki
orðið, og einstæðingafélögin ná
varla tilgangi sínum. Þeir sem eru
óframfærnir eiga erfitt með að
byrja samtal, þeir stirðu geta ekki
hvílzt og vanstillt fólk bætir ekki
hvað annað. Sú tillaga kom fram
að við skyldum ganga í hús og
biðja ókunnugt fólk um tesópa. En
við þorðum það ekki, því við
bjuggust við að fá snuprur.
Eftir því sem borgirnar stækka,
fjölgar þeim sem þar eru aðfluttir
og engan þekkja. Námsmenn og
ungir verkamenn búa í einstökum
herbergjum. Er nóg til af félags-
heimilum, fundarstöðum og sam-
komustöðum til að taka við þeim
sem ekki eru á unglingsaldri?
Gamalt fólk sem ekki er hjá
skyldmennum sínum, hefur oft góð-
an tíma aflögu. Óefað myndi margt
af því fólki vera fúst til að vinna
gagnlegt sjálfboðastarf, einkanlega
á kvöldin og um helgar, þegar fjöl-
skyldufólkið á annríkt. En hvernig
er hægt að koma þessu í kring og
hvern á að hafa samband við?
Þeir sem eru lamaðir eða fatlaðir
þurfa hjálpar við frá þeim sem
starfandi eru, og þess vegna lendir
byrðin oft á fjölskyldufólki, sem