Úrval - 01.12.1966, Síða 49
DAUÐAHAFIÐ ÖÐLAST NÝTT LÍF
47
þetta Dauðahafið. Að vísu er þetta
furðulega haf aðeins stöðuvatn, en
það býr yfir furðutöfrum, sem
hvergi finnast annars staðar á jörðu
hér.
Menn forðuðust Dauðahafið öld-
um saman, því að það var álitið
mjög óheilnæmur staður, en núna
er það auglýst sem heilsubrunn-
ur og skemtmilegur baðstaður. Á
ströndum þess er nú krökkt af
skemmtiferðamönnum, sem fjölgar
þar sí og æ. Það eru nýju heilsu-
brunnarnir, sem draga þá að sér,
auk hinna fornu sögustöðva Biblí-
unnar. Flestir þeir, sem heimsækja
Jerúsalem nú á dögum, eyða nokkr-
um klukkustundum í heimsókn til
Dauðahafsins, en það er aðeins 14
flugmílur fyrir austan borgina.
fsrael og Jórdanía hafa skipt
Dauðahafinu á milli sín.
Hluti Jórdaníu í norði og austri
er næstum þrisvar sinnum stærri
en suðvesturhlutinn, sem tilheyrir
ísrael. Bæði ríkin státa sig af því,
að innan endamarka þeirra sé að
finna lægsta þetta eða lægsta hitt
á gervallri jörðinni. fsrael státar
sig af að eiga pósthús, sem
standi lægst allra pósthúsa á jörð-
inni. Það er í loftkældu gistihúsi,
sem ber nafnið Gistihús eiginkonu
Lots. Jórdaníumegin við vatnið býð-
ur nýtízku gistihús upp á „lægstu
kabarettsýningu veraldarinnar“ og
þeir, sem spila fjárhættuspil í
spilasölum þess, segja í gamni, að
þeir hafi lægstu vinningsmöguleika
í víðri veröld.
í ótaldar aldir hefur vatn frá
ánni Jórdan og mörgum öðrum
minni ám streymt inn í hið af-
rennslislausa Dauðahaf. Þaðan
kemst vatnið ekki .... nema beint
upp með hjálp uppgufunar, enda
er hún gífurleg eða um 7 milljón
tonn af vatni á dag að meðaltali.
Auðvitað kemst aðeins ferska
vatnið þessa leið, en eftir verða öll
söltin og málmefnin. Því hefur
vatn þetta stöðugt orðið saltara og
þyngra og hefur æ meira mettazt
af alls kyns efnum, sem einnig
hafa hlaðizt upp á botni þess. Nú
er vatnið um 27% salt, sem er
rúmlega fimmfalt meira en salt-
magn venjulegs sjávarvatns og svo
þungt að það vegur fimmtungi
meira en ferskt vatn.
Yfirleitt er sagt, að ekkert líf sé
að finna í þessu salta og ramma
vatni, samanber nafngiftina Dauða-
hafið, sem fyrst var notað af Sankti
Jerome fyrir 1500 árum. En vís-
indamenn hafa nýlega komizt að
því, að vissar gerlategundir, ör-
smáar, og einnig þörungar hafast
við í vatninu. En það er allt og
sumt. A hverju ári sópast þúsundir
fiska úr Jórdanánni út í vatnið og
kafna þar í þessum þétta saltpækli.
Það líkist ekki heldur venjulegu
sjávarvatni á bragðið. Að því er
væmnisbragð, hálfgert óþverra-
bragð. Það er magnesíumbrómið,
sem veitir því þetta beizka bragð.
Drekki maður 1—2 glös af vatni
þessu, verður maður dauðveikur og
slíkt getur jafnvel gert út af við
mann. Það er því engin furða, að
mjög lítið er um skemmtisiglingar
eða vatnaíþróttir á vatni þessu, sem
er svo blátt, sakleysislegt og lokk-
andi í senn.