Úrval - 01.12.1966, Síða 51
DAUÐAHAFIÐ ÖÐLAST NÝTT LÍF
49
trjátoppa nokkrum mílum ofar við
fljótið? Það er hinn helgi staður
Bethabara, þar sem Jesús var
skírður, og þar sem ísraelsmenn
héldu yfir ána Jórdan undir for-
ystu Jóshua, inn í hið fyrirheitna
land. Og þessi húsaþök þarna til
vinstri? Það er hin forna borg
Jeríkó, sem nú hefur verið grafin
upp með glæsilegum árangri, borg-
in, þar sem múrarnir hrundu við
lúðurhljóminn. Og þessi hrjóstruga
hæð, sem gnæfir þarna handan við
Jeríkó, Freistingarfjallið, þar sem
Jesús stóðst vélabrögð Satans. Og
getið þið komið auga á dökkt hell-
ismynni uppi í hömrunum svolítið
lengra til vinstri? Þetta er sá
frægasti af Qumrahellunum, þar
sem arabiskur smaladrengur fann
hina fyrstu handritarúllu, þegar
hann hélt þangað inn árið 1947 í
leit að kind, sem hann vantaði í
fjárhópinn sinn. En þessi Dauða-
hafshandrit hafa reynzt vera ómet-
anlegir fjársjóðir.
Lítið nú lengra í norðaustur.
Þessi hái tindur, sem móða hvíl-
ir yfir, er Nebofjall (eða Pisgah),
þar sem Móses stóð og starði út
yfir hið fyrirheitna land. Jórdaníu-
menn hafa lagt dýrðlega vegi upp í
fjöll þessi, svo að skemmtiferða-
menn geti farið þangað upp, og þá
einkum til þess að skoða hina svo-
kölluðu „Mósesgröf". Það er alls
engnin sönnun fyrir því, að Móses
sé raunverulega grafinn hér. (Hann
hefur líklega verið grafinn á laun,
svo að óvinveittir þjóðflokkar
skyldu ekki saurga gröfina). En
hin raunverulega gröf hans hlýt-
ur að vera þarna einhvers staðar
nálægt, og útsýnið þaðan er stór-
kostlegt.
Fjöllin, sem liggja meðfram endi-
langri strönd vatnsins Jórdaníu-
megin, eru hin frægu Móabfjöll.
Klettarnir ganga víða alveg þver-
hníptir fram í vatnið, tignarlegir,
ógnvekjandi, næstum algerlega ó-
kleifir. Hátt uppi í hæðunum eru
rústir Machaerus, virkis Heródesar
hins mikla, þar sem sonur hans
Heródes Antipas fangelsaði Jóhann-
es skírara og lét síðar hálshöggva
hann.
Vesturströnd vatnsins, en hún
skiptist milli ísraels og Jórdaníu,
er vegalaus auðn, úfin og grett, er
nefnist Júdea. Það hefur ekki margt
breytzt, síðan Jesús reikaði um
þessi auðnarlegu, þurru svæði.
Rétt fyrir sunnan landamærin er
hinn furðulegi staður En-Gedi, sem
merkir „uppspretta kiðlingsins.“ í
helli þar nálægt faldi Davíð sig
fyrir Sál og klippti pjötlu úr flík
hins sofandi konungs.
En furður En-Gedi er að finna í
gjósandi uppsprettum, sem gera
staðinn að nokkurs konar gróður-
húsi móður náttúru með hjálp hins
brennandi sólskins. Þar er hægt að
rækta allt, er nöfnum tjáir að nefna,
og það nokkrum mánuðum fyrr en
á nokkrum öðrum stað í ísrael.
í suðri hafa ísrealskir fornleifa-
fræðingar grafið upp hið mikla
Masadavirki með hjálp ungra sjálf-
boðaliða frá tugum landa. Það
stendur uppi á hömrum, og öðrum
megin er hamarinn þverhníptur og
1500 fet á hæð. Þetta er helgireitur
þjóðarinnar, því að það var hér,
sem 960 Gyðingar, karlar, konur og