Úrval - 01.12.1966, Síða 56

Úrval - 01.12.1966, Síða 56
54 ÚRVAL an hafði hann aðeins drepið vegna skinnsins, sem hann ætlaði að láta skipa heiðurssess í „leikstofunni“ sinni. Hann hafði komið frá Los Angeles í þotu. Síðan hafði hann flogið í lítilli flugvél yfir skógana og komið þá auga á nokkra birni. Næsta dag hélt hann á þann stað í vélbát, og síðan fylgdi þaulvanur leiðsögumaður honum til móts við dýr af hæfilegri stærð, þ.e. skinn- ið varð að vera hæfilega stórt, svo að það nyti sín fyrir framan arininn í leikstofunni hans. Þessir birnir eru mjög hlédrægir og mann- fælnir. Skepnan sneri sér því við og tók á rás í burt frá þeim. Og kvikmyndaleikarinn skaut hana í bakið, en þannig fara kúrekar jafn- vel ekki hver með annan á sjón- varpsskerminum. Dýradráp á nútímavísu er orðið að stórfelldri kaupsýslugrein. Fyr- ir 1000 dollara eða um 350 ster- lingspund getur maður fengið ör- ugga tryggingu fyrir því, að manni takist að leggja að velli Kodiak- risabjörn í Alaska, innifalin leiga vélbáta, ferðalag í einkaflugvél og tveggja vikna fæði og húsnæði. Suður í Tennesseefylki er hægt að stunda galtarveiðar fyrir 25 doll- ara á dag. Og galtarhausarnir eru einmitt af hæfilegri stærð til þess að hengja á vegginn yfir cocktail- barinn. A „veiðidýrabúgarði“ ein- um í New Yorkfylki eru skotsvæði, sem eru í hæfilegri fjarlægð frá borginni, og þau eru á allan hátt hin þægilegustu, því að þar þarf hvergi að staulast upp brattar brekkur. Þar er hægt að leigja sérþjálfaðan hund til þess að sýna manni, hvar dýrin halda sig, og leiðsögumann til þess að sýna manni, hvar hundurinn er. Maður getur látið sleppa lifandi öndum lausum rétt yfir höfðu sér til þess að skjóta síðan á. Einnig er hægt að skjóta á sérstaklega „upp- aldar“ akurhænur. Þetta er allt saman mjög þægilegt og fyrir- hafnarlítið. Það er kominn tími til þess, að þessum sjálfvirku, vélrænu veið- um sé nú hætt. Ekki vegna þess, að dýr séu „voða sætar verur“, sem tala eins og Walt Disney, heldur vegna þess að slíkt er hið eina, sem mönnum er sæmandi gagn- vart sigruðum og ringluðum and- stæðingi. Svohljóðandi auglýsing birtist í dagblaði í baðstrandarþorpi einu, þar sem gistihús auglýsti eftir karlmanni til starfa: „Miðaldra, þekking á sjóferðum og siglingum nauðsynleg. Kjósum helzt mann með eitt auga einn fót og einn handlegg eða mann, sem er reiðubúinn að uppfylla þessar óskir okkar.“ Free Press, Dartmauth, Nova Scotia.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.