Úrval - 01.12.1966, Síða 56
54
ÚRVAL
an hafði hann aðeins drepið vegna
skinnsins, sem hann ætlaði að láta
skipa heiðurssess í „leikstofunni“
sinni. Hann hafði komið frá Los
Angeles í þotu. Síðan hafði hann
flogið í lítilli flugvél yfir skógana
og komið þá auga á nokkra birni.
Næsta dag hélt hann á þann stað
í vélbát, og síðan fylgdi þaulvanur
leiðsögumaður honum til móts við
dýr af hæfilegri stærð, þ.e. skinn-
ið varð að vera hæfilega stórt,
svo að það nyti sín fyrir framan
arininn í leikstofunni hans. Þessir
birnir eru mjög hlédrægir og mann-
fælnir. Skepnan sneri sér því við
og tók á rás í burt frá þeim. Og
kvikmyndaleikarinn skaut hana í
bakið, en þannig fara kúrekar jafn-
vel ekki hver með annan á sjón-
varpsskerminum.
Dýradráp á nútímavísu er orðið
að stórfelldri kaupsýslugrein. Fyr-
ir 1000 dollara eða um 350 ster-
lingspund getur maður fengið ör-
ugga tryggingu fyrir því, að manni
takist að leggja að velli Kodiak-
risabjörn í Alaska, innifalin leiga
vélbáta, ferðalag í einkaflugvél og
tveggja vikna fæði og húsnæði.
Suður í Tennesseefylki er hægt að
stunda galtarveiðar fyrir 25 doll-
ara á dag. Og galtarhausarnir eru
einmitt af hæfilegri stærð til þess
að hengja á vegginn yfir cocktail-
barinn. A „veiðidýrabúgarði“ ein-
um í New Yorkfylki eru skotsvæði,
sem eru í hæfilegri fjarlægð frá
borginni, og þau eru á allan hátt
hin þægilegustu, því að þar þarf
hvergi að staulast upp brattar
brekkur. Þar er hægt að leigja
sérþjálfaðan hund til þess að sýna
manni, hvar dýrin halda sig, og
leiðsögumann til þess að sýna
manni, hvar hundurinn er. Maður
getur látið sleppa lifandi öndum
lausum rétt yfir höfðu sér til
þess að skjóta síðan á. Einnig er
hægt að skjóta á sérstaklega „upp-
aldar“ akurhænur. Þetta er allt
saman mjög þægilegt og fyrir-
hafnarlítið.
Það er kominn tími til þess, að
þessum sjálfvirku, vélrænu veið-
um sé nú hætt. Ekki vegna þess, að
dýr séu „voða sætar verur“, sem
tala eins og Walt Disney, heldur
vegna þess að slíkt er hið eina,
sem mönnum er sæmandi gagn-
vart sigruðum og ringluðum and-
stæðingi.
Svohljóðandi auglýsing birtist í dagblaði í baðstrandarþorpi einu, þar
sem gistihús auglýsti eftir karlmanni til starfa: „Miðaldra, þekking á
sjóferðum og siglingum nauðsynleg. Kjósum helzt mann með eitt auga
einn fót og einn handlegg eða mann, sem er reiðubúinn að uppfylla
þessar óskir okkar.“
Free Press, Dartmauth, Nova Scotia.