Úrval - 01.12.1966, Síða 57
HVERSVEGNA RÆÐA
EIGINRIENN LÍTIÐ VIÐ
EIGINKONUR SiNAR?
Eftir Sam Blunn
Forstjóri hjónabands-
ráðleggingastofu einnar
sagði' nýlega: „Eitt
helzta vandamálið, sem
við höfum hér við að
stríða, er sú staðreynd, að eigin-
maðurinn talar mjög lítið á heimili
sínu, kemur sér bara vel fyrir og
hvílir sig eða dregur sig jafnvel í
hlé.“
Ég ræddi vandamál þetta við
hóp kvenna. Ein þessara kvenna,
ung eiginkona, lýsti eigin aðstæðum
með eftirfarandi orðum: „Maðurinn
kemur með tvö sj ónvarpstæki inn í
herbergið, svo hann geti horft á
knattspyrnu í öðru og veðreiðar í
hinu. Svo skrúfar hann líka frá út-
varpinu og hlustar þar á íþrótta-
þul lýsa kappleik og er svo að
rísla við myntsafnið sitt í ofanálag.
Og hann veit vel, hvað er að ger-
ast í hverju tæki hverju sinni. En
samt situr hann við kvöldverðar-
borðið án þess að heyra orð af því,
sem ég segi!“
Spurning sú, sem snertir kjarna
þessa máls, er auðvitað þessi: Hvað
er hún að segja við kvöldverðar-
borðið? Er það eitthvað, sem venju-
leg mannvera getur afborið að
hlusta á? Og við þessar umræður
okkar kom það einmitt fram, að í
sannleika sagt var því ekki þannig
farið. Þessi kona var á við heila
umkvörtunarnefnd, og sú nefnd sat
ekki auðum höndum, heldur var
sífellt starfandi. Síðar var rætt við
sálfræðing um vandamál konu
þessarar, og hann hélt því fram,
að það væri kannske heppni fyrir
konuna, að maðurinn hennar væri
svona þögull. Hefði hann talað,
hefði hann að öllum líkindum sagt
konunni frá skoðun sinni á henni,
og það hefði orðið endalok þess
hjónabands.
Þetta tilfelli var að vísu fremur
Mc Calls
55