Úrval - 01.12.1966, Síða 58

Úrval - 01.12.1966, Síða 58
56 ÚRVAL sérstætt en venjulegt. Orsök þagn- ar þeirrar, sem flestar eiginkonurn- ar kvörtuðu um í viðræðum þessum, var ekki reiði eiginmannsins held- ur algert áhugaleysi hans. Viðbrögð eiginkonunnar gagnvart þess háttar þögn virðist oft vera eins konar sambland ólíkra tilfinninga. Hún er bæði særð og ringluð. Eitthvað hef- ur breytzt? En hvað? Og hvers vegna? Var það vegna einhvers í fari hennar sjálfrar eða einhvers í fari eiginmannsins, sem hún giftist? Eða var um að ræða eitthvað í eðli hjónabandsins sjálfs, eitthvað sem bar dauðann í sjálfu sér? Sumar kvennanna höfðu orðið varar við það, áður en þær gengu í hjónaband, að slíkum tjáningar- tengslum eiginmanns og eiginkonu getur hrakað stórlega. Og þær ótt- uðust einmitt þennan möguleika. Ein kvennanna, tveggja barna móð- ir, sagði til dæmis, þegar hún lýsti hjónabandi sínu, sem nú hafði stað- ið í heilan áratug: „Þetta er svo óskaplega átakanlegt. Þegar ég fór í veitingahús, áður en ég giftist, gat ég sagt til um það samstundis, við hvaða borð hjón sátu og við hvaða borð ógiftu pörin sátu. Hjón snæddu annaðhvort steinþegjandi eða kon- an malaði og malaði, en maðurinn hélt bara áfram að borða og lét sem hún væri alls ekki viðstödd. Ég sór þess dýran eið, að þannig skyldi aldrei fara fyrir mér ... En nú er einmitt þannig komið fyrir mér.“ Sumar konurnar í þessum sama viðræðuhóp, sem virtust hafa í- hugað vandamál þetta vel og lengi, höfðu komizt að þeirri niðurstöðu, að „hjón geti tjáð sig hvort fyrir öðru á fleiri vegu en með orðum einum. Hjón finna fljótvirkari að- ferðir. Þau líta hvort á annað og vita um leið, hvað hitt hugsar. Þau geta fundið til náinna gagnkvæmra tengsla án þess að þarfnast stöðugr- ar fullvissu um slíkt með orðum.“ En slíkar fljótvirkari tjáningar- aðferðir, þótt góðar séu, veita þeim ekki eins góða möguleika til að skemmta hvort öðru og stytta stundirnar með umræðum um hlut- ina, enda þótt slíkt taki að vísu lengri tíma og sé hægvirkara. Eft- ir því sem hjón kynnast því betur, hverju makanum geðjast vel eða illa að, verður sífellt minni þörf á að ræða t.d. í smáatriðum áætl- anir um samkvæmis- og félagslíf næstu daga eða vikna. Þegar kon- an segir t.d.: „Ég hef boðið Allison- hjónunum í kvöldmat á föstudags- kvöldið“, er það nægilegt að mað- urinn kinki bara kolli og segi: „Gott“. Eða svo álitu margar kon- urnar a. m. k., svo framarlega sem eiginkonan veit, að eiginmaðurinn kann mjög vel við Allisonhjónin. Það er ekki raunveruleg nauðsyn til þess að ræða þetta heimboð nánar, nema tilhugsunin um komu þeirra hrelli eiginmanninn óskap- lega. En þetta heimboð hefði samt verið rætt nánar í byrjun hjúskap- arins. Það er einkennandi fyrir ný- gift fólk, að það reynir eftir megni að komast að viðhorfi makans til vina og kunningja, kvöldverðarboða og fleira þess háttar og laga sig eftir því, því að það hefm ánægju af að skiptast á skoðunum við mak-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.