Úrval - 01.12.1966, Síða 65
MENNIRNIR Á UNDAN KÓLUMBUSI
63
hafzt við í. Eiríkur dvaldi þarna
í hinum yfirgefnu byggðum Vest-
manna vetrarlangt, en hélt strax
af stað og voraði til að leita hinna
horfnu Vestmanna.
Eiríkur notfærði sér vel hina
löngu daga norðursins og hélt
sleitulaust áfram norður með
ströndinni að vestan, eða þar til
hann kom að geysistóru fjalli sem
reis beint úr sjó og var um 500
mílum norður af Hvarfi. Af
tindi þess gátu leitarmenn horft
hundruð mílna eftir strönd, sem
var ótrúlega vogskorin og hver
ófæran tók við af annarri og ofar
til landsins var allt undir hinum
mikla Grænlandsjökli.
En þarna blasti við þeim land í
vestri. Þannig er háttað þarna að
milli hæsta tindar Grænlands (7300
fet) og hæsta tindar Baffíneyju
(7100 fet) er Davis sund þrengst
og ekki nema um 200 sjómílna
breitt. Á sumrum sjást löndin glöggt
hvort frá öðru.
Eiríkur sneri nú skipi sínu til
vesturs, því að hann taldi fráleitt
að vestmennirnir hefðu haldið
norður í ófærurnar, og myndu þeir
heldur hafa haldið áfram til vest-
urs, og þar ætlaði hann að ná í
kýrnar þeirra.
Hann lenti skipi sínu skammt frá
klettunum á Cumberlandsskaga á
Baffineyju. Enginn þeirra, sem
* -Rannsóknir hafa sýnt að Vest-
mennirnir höfðu horfið heim til ír-
lands nokkruh érum áður en Eirikur
var á ferð, þar sem þeir höfðu frétt
að Irar hefðu rekið Norðmenn úr
landi.
þarna voru á ferð, hafði hugmynd
um að þeir væru fyrstu Evrópu-
mennirnir, sem vitað er um, sem
stigu fæti á land í Norður-Ameríku.
Þetta var árið 982 eða 510 árum áð-
ur en Kolumbus kom auga á eyju
sína í Karabískahafinu.
Draumur Eiríks.
Heldur brá sjófarendum í brún,
þegar þeir tóku land á hinni hrjóst-
ugu Baffineyju. Um hana lék hið
'ískalda heimskautshaf og hún var
jafnvel enn kaldari og óbyggilegri
en strönd Grænlands, sem þeir
höfðu yfirgefið. Það var útilokað,
að þarna gætu hafzt við nokkrir
Vestmenn, sem hægt væri að ræna.
Eiríkur rauði dvaldi þarna lengi
sumars við selveiðar, bj arnarveiðar,
hvaladráp og rostungsveiðar en
hélt síðan til Grænlands til að eyða
þar þeim tíma, sem hann átti eftir
af útlegð sinni.
Vorið 894 hélt hann á ný fyrir
suðurodda Grænlands og stefndi
heim til íslands. Hið veðurbarða skip
hans var hlaðið hvalbeini, skinn-
feldum, lýsi og húðum, og var allur
sá varningur í háu verði í Evrópu.
Hann lét sig nú dreyma stóra
drauma, þess efnis að koma á fót
víkinganýlendu í Suður-Grænlandi,
þar sem hann gæti ríkt eins og
kóngur.
Strax og hann kom heim til fs-
lands byrjaði hann að safna að sér
mönnum til að byggja ríki sitt. Af
hugkvæmni, sem fasteignasali í dag
gæti verið stoltur af, nefndi hann
land sitt Grænland. Það var af-
burða klókindalega valið nafn og
íslendingarnir bitu á agnið og