Úrval - 01.12.1966, Blaðsíða 73
Orö og orðasambönd
Hér fara á eftir 20 orð og orðasamböncl með réttri og rangri merkingu. Prófaðu
kunnáttu þína í íslenzkri tungu og auk þú við orðaforða þinn með því að
finna rétta merkingu. Gæt þess, að stundum getur verið um fleiri en eina
rétta merkingu að ræða. — Til gamans getur lesandi gefið sjálfum sér ein-
kunn og metið þannig getu sína, þ e. 0,5 fyrir hvert rétt svar og tilsvarandi
iægri einkunn fyrir svarið, ef um er að ræða fleiri en eina rétta merkingu og
hann hefur aðeins tekið fram aðra eða eina þeirra.
1. teiti: fugl, fleinn, ringulreið, veizla, jag, kæti, rifrildi, ólæti, uppnám, orð-
rómur, ræksni.
2 að æmta að e-u: að búast við e-u, að minnast á e-ð, að þjarma að e-u, að
kvarta yíir e-u, að hrópa að e-u, að finna að e-u, að hneigjast til e-s, að
snúast gegn e-u.
3. að týja: að duga, að útbúa, að japla á e-u, að stanglast á e-u, að gagna,
að ráða við, að þegja, að bæta við, að nefna, að ámálga.
4 yfrin: skapillur, kuldalegur, reigingslegur, stríðinn, aðsópsmikill, yfir-
gangssamur, ágjarn, nízkur, gjafmildur, eigingjarn, kappnógur, óeigingjarn,
fullmikill, of lítill, hryssingslegur.
5. að sámast: að ná samkomulagi, að litast af öðru, að hópast saman, að
verða sundurorða, að vera ólíkur e-u, að sjóða lengi, að deila, að sætta, að
slæpast, að hamast.
6. feyskinn: hrumur, rykugryr, uppurinn, stökkur, mjúkur, harður, fúinn,
blautur, þurr, mosavaxinn, upplitaður, svikull undirförull, úldinn.
7. að tuldra: að tauta, að loga upp, að rífa í sundur, að nöldra, að refsa,
að ýta við, að tæta, að japla, að masa, að nudda, að ólga.
8. daus: dóni, ólykt, poki, heimskingi, sitjandi, kauði, hrúgald, flikki, klessa,
ögn, igerð, knippi, vöndur, slóði, dólgur, þurs.
9. hvimleiður: leiðinlegur, órólegur, þunglyndur, lífsleiður, þreyttur, óvið-
feldinn, óverulegur, niðurlútur, þegjandalegur, hversdagslegur, lítillátur,
afskiptasamur.
10. að þybbast: að veita andspyrnu, að fitna, að reiðast, að verða úfinn, að
þrjóskast við, að leitast við, að bólgna, að flækjast fyrir, að slæpast, að
hanga, að sýna yfirgang, að rembast við e-ð.
11. dólglegur: óefnilegur, bragglegur, alúðlegur, efnilegur, þægilegur, veiklu-
legur, letilegur, lymskulegur, sóðalegur, kauðalegur, ruddalegur.
12. það tuttlar í: það er talsvert erfitt, það er mjög auðvelt, það munar ekk-
ert um það, það munar um það, það gutlar í, það rennur í, það teygist úr
þessu, það skvettist, það minnkar.
13. óduli: yfirnáttúruleg vera, dulspakur maður, leyndardómur, sóði, dóni,
jarðvöðuil, yfirgangsseggur, vitringur, fjölkunnugur maður, opinskár
maður, liðleskja, ómenni.
14. að sifra: að suða, að væla, að vefja, að raula, að nöldra, að hrósa, að
kvarta, að þagga niður í, að hvísla, að gæla við, að elska.
15. hvefsinn: orðhvatur, kvefsækinn, yfirgangssamur, undirförull, hæðinn,
viðskotaillur, framtakssamur, spurull, framur, styggur, viðkvæmur, frum-
legur, viðbragðsfljótur.
16. að larka: að gljáhúða, að finna að, að versna, að batna, að dafna, að
hnigna, að smjaðra, að hrósa, að níða niður, að rífast, að drattast áfram,
að lagast. Svör eru á bls. 73.