Úrval - 01.12.1966, Blaðsíða 77
BORN HITLERS
75
Silke Heydrich
Það virðist ekki vekja hinum
þýzku sjónvarpsáhorfendum neinn
hroll, þó að hin laglega dökkhærða
stúlka með fallegu fótleggina væi/.
kynnt sem dóttir „böðulsins í Prag,“
Kannski vekur nafnið Reinhard
Heydrick mönnum ekki eins mik-
inn hroll í Þýzkalandi eins og það
gerir annarsstaðar í Evrópu.
Það er rétt, að SS-foringinn
Reinhard Heydrich var aðeins ann-
arrar gráðu meðlimur í foringja-
klíku Hitlers. Hann dó alllöngu
áður en að úrslitum styrjaldarinn-
ar kom, og var syrgður eins og
þjóðhetja af allri þýzku þjóðinni.
Hann var aldrei ákærður fyrir
stríðsglæpi, opjnberlega, samt hafði
Himmler falið honum að sjá um út-
rýmingu Gyðinga, og Hitler hafði
útnefnt hann, sem verndara Tékkó-
slóvakíu með alræðisvaldi. Það var
þann 29. maí 1942, sem menn úr
neðanjarðarhreyfingunni tékk-
nesku köstuðu sprengju að bifreið
„verndarans,“ og hann andaðisfr 4.
júlí.
Afleiðingarnar af dauða Heydrich
vöktu skelfingu um allan heim
jafnvel á þeim ógnartímum, sem
þá vóru. í hefndarskyni fyrir dauða
hans, réðust nazistarnir á þorp eitt,
sem til þess dags mátti heita óþekkt,
Lidice, og drápu hvern einasta
karlmann í þorpinu.
En hefndinni var ekki þar með
lokið. Sjö af konum þorpsins voru
skotnar, en hinar 195 að tölu voru
fluttar til Ravenbrueck fangabúð-
anna í Þýzkalandi, þar sem 42
þeirra dóu af illri meðferð. (Frá því
hefur verið skýrt, að fjórar þessara
kvenna hafi verið ófrískar og voru
þær fluttar á sjúkrahús í Prag, þar
sem þær ólu börnin, sem síðan voru
drepin, en konurnar sendar til
fangabúðanna á eftir hinum).
Þessar aðgerðir höfðu í för með
sér enn eitt „vandamálið,“ fyrir
nazistana. Þeir þurftu einhvern-
veginn að losna við börnin sem urðu
eftir í þorpinu, þegar feður þeirra