Úrval - 01.12.1966, Page 82
80
ÚRVAL
um þeirra feðganna lagði sá eldri
hinum yngri ýms heilræði:
— Gefðu gaum að málfræðinni
þinni .... lestu bréf mín vandlega.
Þú svarar ekki alltaf öllum mín-
um spurningum. Ég varð glaður
við, þegar ég heyrði, hversu góður
knattspyrnumaður þú værir, en
mundu það samt, að höfuðið er
mikilvægara en fæturnir.
Þegar Wolf varð skelfingu lost-
inn yfir að heyra að faðir hans
hefði gert tilraun til að fremja
sjálfsmorð, reyndi faðir hans að
hugga hann og skrifaði: — Leggðu
ekki trúnað á þennan orðróm. Ég
er við ágæta heilsu og hræðist ekki
framtíðina.
Hess hefur einnig áhuga á list-
um. Hann skrifaði: — Það var ágætt
að breyta Ave Marie Schuberts í
jazz, en gleymdu því samt ekki að
það er ekkert til fegurra en þessi
symfónia Schuberts, eins og hann
sjálfur ritaði hana.
En stundum er það sem raun-
veruleikinn blasir svo sterkt við
Hess, að hann kemst ekki hjá að
hafa orð á honum.
— Jóladagurinn er á morgun.
Ég verð einn í klefa mínum. Hversu
sárt langar mig ekki til, að þú gæt-
ir verið hjá mér, eins og þegar
þú varst lítill .... ég á erfitt með
að skilja, að þú sért orðinn full-
orðinn maður ....