Úrval - 01.12.1966, Síða 85
BÖRN HITLERS
83
allgóður aðbúnaður. Þær fengu
þægilegt herbergi. Til þess að rétt-
læta dvöl þeirra á þessum stað var
kallað, að þær væru „vangefnar“.
Nunnurnar reyndu að snúa Guð-
rúnu til kristinnar trúar en hún
neitaði öllu slíku.
„Ég vil hafa sömu skoðanir og
faðir minn,“ sagði hún. Hún var
mjög einmana á þessum stað. For-
tíðin fylgdi henni.
Þegar átti að senda hana í gagn-
fræðaskóla, greip forstöðukonan til
höfuðsins og æpti:
— Dóttir Himmlers, guð hjálpi
mér.
En borgarstjórinn í bænum var
hugrakkur og réttlátur maður og
sagði hann: — Undir okkar stjórn
eru börn ekki gerð ábyrg fyrir
glæpum feðra sinna. Himmler drap
heilar fjölskyldur manna, ef hon-
um geðjaðist ekki mennirnir, en
við getum ekki verið þekktir fyrir
að líkja eftir honum.
Kvenhattaframleiðandi einn tók
Guðrúnu til iðnnáms og hún yfir-
gaf móður sína og hélt til Munchen.
Þar reyndist henni samt fljótlega
erfitt um vik, að fá fasta stöðu til
langframa. Venjan var sú, að strax
og vinnufélagar hennar komust að
hverra manna hún var, neituðu þeir
að vinna með henni og kröfðust
þess að hún væri umsvifalaust rek-
in. Hún vildi ekki breyta um nafn
og þess vegna varð hún stöðugt að
vera að skipta um atvinnu. En það
voru fleiri en vinnufélagarnir, sem
neituðu að umgangast hana. Það
kom fyrir að viðskiptavinirnir
neituðu að skipta við fyrirtæki,
sem dóttir Himmlers væri starf-
andi hjá, mannsins sem hafði kast-
að milljónum Evrópumanna í gas-
ofnana.
Guðrún vann sem þjónustu-
stúlka, skrifstofústúlka, sölustúlka
og skipti oft um heimilisfang og
jafnvel hárgreiðslu, en það er ekki
fyrr en nú síðustu árin, sem hún
hefur getað verið um kyrrt.
Hún lætur sig litlu skipta, hvað
fram fer í veröldinni í kringum
hana. Hennar eina sanna líf, er
minjasafnið um föður hennar, hún
hefur helgað því líf sitt og jafn-
framt því hlutverki að verja gerð-
ir hans, svo þokkalegar sem þær
voru.
Ein mynd er það samt, sem hún
lætur ekki hanga uppi í safni sínu,
en það er myndin, sem tekin var
eftir að faðir hennar hafði fram-
ið sjálfsmorðið og áður en líkami
hans var brenndur og öskunni
stráð yfir Lunebergsskóg.
— Þessi mynd er fölsuð, segir
Guðrún. — Hún var tekin 1943 og
ég trúi ekki orði af því sem sagt
er um sjálfsmorð föður míns. Hein-
rích Himmler var ekki líklegur til
að gefast upp. Þeir myrtu hann.