Úrval - 01.12.1966, Page 87
BÖRN HITLERS
85
og þeir feðgar krupu saman og báð-
ust fyrir.
Fjölskyldan flosnaði upp, þegar
búið var að taka Hans Frank af
lífi. Niklas var sá eini sem hélt á-
fram námi. Þegar Norman Frank
hafði fallið í þriðja sinn við námið,
réðist hann á argentinskan fragt-
dall og komst til Argentínu og fékk
þar vinnu í verksmiðju. Strax á
fyrsta degi veittist verkstjórinn að
honum með svofelldum orðum:
— Faðir þinn reyndi að gereyða
fólki mínu.
— „Það hryggir mig“, svaraði
Norman, en ég er ekki nazisti.
A hinn bóginn reyndu argent-
inskir nazistar að hampa honum
og hefja hann til skýjanna og gefa
honum geislabaug hetjunnar.
Norman Frank hafði óbeit á þessu
og yfirgaf Buenos Aires fullur við-
bjóðs. Hann leitaði fyrir sér um
störf á sléttum Argentínu og síðar
sem leigubílstjóri, og loks sem
námuverkamaður í Bolivíu. Hann
breytti nafni sínu í Hans Schmidt.
Það var ekki fyrr en eftir að hann
kom til Þýzkalands, að hann tók
upp föðurnafn sitt á ný. Þá var
bróðir hans Michael orðinn bíla-
sölumaður og Niklas lögfræðingur.
Norman tókst nú að snúa sér að
því starfi, sem hann hafði alla tíð
þráð að vinna, en það var stjórn
við töku kvikmynda.
„Einhverntímann verður það
máski“, segir hann, „sem ég tek
mynd af lífi föður míns.“