Úrval - 01.12.1966, Síða 88
86
URVAL
BERTHOLD von RIBBENTROP.
Berthold von Ribbentrop á að-
eins eina hugsjón, og það er að
auðgast sem lögfræðingur. Menn
spyrja af hverju þetta sé, þar sem
hann sé milljónamæiringur fyrir.
Hann er það samt ekki vegna arfs
eftir föður sinn, hinn yfirlætis-
fulla skrifstofumann, sem síðar varð
frægur, sem utanríkisráðherra Hitl-
ers. Allar eigur Ribbentrops voru að
sjálfsögðu gerðar upptækar eftir
að hann hafði verið dæmdur til
dauða í Nurnberg.
Þessi miklu auðæfi Bertholds von
Ribbentrops stafa frá móður hans,
sem á Henkell vínfirmað þekkta.
Hinn elzti af sonum Ribbentrops,
Rudolf, sem er þrítugur að aldri
stjórnar þessu fyrirtæki fyrir móð-
ur sína, en þegar Annelise von
Ribbentrop krafðist þess, að sonur
hennar yrði gerður að forseta fyr-
irtækisins neituðu hluthafarnir því
algerlega. Þeir óttuðust að nafnið
Ribbentrop væri ekki ýkja gott
vörumerki fyrir bjórinn þeirra.
Hinir erlendu hluthafar og syst-
ur-fyrirtæki tóku í sama streng og
Rudolf Ribbentrop og móðir hans
urðu að bíta í það súra epli, að Rud-
ólf yrði að halda áfram að stjórna
bak við tjöldin, en það gerir hann.
Yngsti sonur Joachims von Ribb-
entropp, Adolf að nafni aðstoðar
bróður sinn, en þriðji bróðirinn
Berthold lögfræðingur vill engin
afskipti hafa af þessu vínfirma.
— Ég er engum háður en fram-
gjarn maður“, segir hann, „og ég
skammast mín ekki fyrir föður
minn. Ég man óljóst eftir honum,
því að ég var svo ungur, þegar hann
var tekinn af lífi.
Faðir minn gerði einungis skyldu
sína, og ég er ekki í vafa um að ef
við lentum sjálfir í svipaðri aðstöðu
myndum við haga okkur svipað.
Joachim von Ribbentrop var aðeins
ráðunautur Hitlers, og Hitler fór