Úrval - 01.12.1966, Síða 90
88
EDDA GOERING:
„Pabbi var stórkostlegur maður.
Það var afleitt að hann skyldi
blanda sér í stjórnmálin."
Þegar Farah Dibah, drottning
í Iran fæddi sitt konunglega barn,
bárust henni sextán þúsund heilla-
óskaskeyti. Þegar ég fæddist fékk
móðir mín sex hundruð tuttugu og
átta þúsund heillaóskaskeyti, segir
Edda Goering hreykin.“
Hún er 28 ára gömul, falleg, rík,
og allsstaðar velkomin. Það virðist
eins og nafn föður hennar, eitur-
lyfjaneytandans, sem stofnaði
Gestapo og stjórnaði loftárásunum
á London, sé henni enginn fjötur
um fót.
Edda Goering er ákaflega hégóm-
leg eins og faðir hennar var. Þessi
veikleiki Goerings, hégómagirni
hans, sem lýsti sér í ást hans á titl-
um, orðum og skrauti, skemmti
hinu þýzka fólki og olli vinsældum
fremur en hitt. Það sama virðist
ÚRVAL
eiga sér stað með Eddu Goering
dóttur hans. Hún hefur erft vin-
sældir föðurins.
Goering var flughetja frá fyrri
heimsstyrjöldinni og hann vissi
hvernig átti að umgangast aðdá-
endur, og það Var erfitt að gera
sér grein fyrir við kynningu, að
hann væri eins blóðþyrstur og
slæmur og hann í reyndinni var.
Þjóðverjar viðurkenna það að
sjálfsögðu ekki opinberlega, en það
er samt staðreynd að margir þeirra
dá Goering ennþá. Þeim finnst
hann hafa leikið á þá sem handtóku
hann með því að gleypa eitur að-
eins tveimur klukkustundum áður
en hann átti að festast upp í gálga.
„Pabbi var stórkostlegur maður“,
segir Edda, og það var afleitt að
hann skyldi blanda sér í stjórnmál-
in, en ekki halda áfram að fram-
leiða súkkulaði eins og afi minn
gerði. Þá værum við sennilega öll
fjölskyldan á lífi og hamingjusöm.
Ég hef engan áhuga á stjórnmál-