Úrval - 01.12.1966, Page 95
BÖRN HITLERS
93
að hann sé enn á lífi í Egyptalandi,
Argentínu og hér eða þar.
Bormann lét börnum sínum eftir
þungbæran arf. Leynilögregla allra
landa fylgist af athygli stöðugt með
börnum hans, hvert sem þau fara,
ef ske kynni að það leiddi til þess,
að hún fyndi föður þeirra. Börnin
segja, að þau hafi ekki hugmynd
um, hvort hann sé lifandi eða dauð-
ur. Þau eiga enga mynd af honum,
og enga minniskompu né skjöl um
hann. Allt var hirt úr þeirra fórum.
Þau lifa í stöðugum ótta um að
Israelsmenn ræni þeim, eins og
Eichmann, í von um að Bormann
gefi sig þá fram tii að bjarga þeim.
Martin Bormann yngri, sem nú
er orðinn prestur, er undir stöðugu
eftirliti, eins og hin börnin. Hann
fór til Kongo og dvaldi þar í frum-
skógunum sem trúboði og var einn
af þeim sem fluttur var þaðan, í
síðustu óeirðum sem urðu á þeim
slóðum. En þrátt fyrir köllun hans
og friðþægingu fyrir syndir föður-
ins, þá hefur belgiska stjórnin jafn-
an nánar gætur á honum. Belgum
fannst að sá möguleiki væri fyrir
hendi, að hann hefði gerzt trúboði
til að fá þannig tækifæri til að
hitta föður sinn á afskekktum stað
í skógum Afríku.
Leikkonunni Maureen O’ Sullivan varð einu sinni að orði, er hún
var að ræða það vandamál að aðlaga sig tímamismuninum á hinum
stöðugu ferðalögum milli New York og Hollywood: „Það er eins og
líkaminn komi í þotu, en sálin í aflóga landnemavagni."
L. A. T.
1 trúnaði í vínstúkunni: „Húsbóndi minn leyfir mér ekki að eiga
einkasímtöl á skrifstofunni, og eiginkona mín og dóttir gefa mér ekki
tækifæri til slíks heima."
H. G.
Nokkrum dögum eftir andlát franska rithöfundarins, Andrés Gides
móttók Francois Mauriac starfsbróðir hans eftirfarandi símskeyti:
„Ekkert helvíti til. Þú getur skemmt þér ærlega. Tilkynntu Claudel.
André Gide.“
Julian Green
Auglýsingadálkurinn:
„Persónulegt til Jamison liðsforingja: Tengdamamma þín kemur i
vikuheimsókn 7. nóvember. Vinsamlegast sæktu ekki um skyldustörf
í annarri heimálfu, fyrr sn eftir að hún er kominn. Tengdapabbi þinn."
Auglýsing í Caller Corpus Christi, Texas.