Úrval - 01.12.1966, Side 96
Eftir Eric J. Trinuner
Þegar allt sýnist snúast í hring og síðan hverfa sjónum,
eða þó ekki sé annað en svimi og þoka fyrir augum
snöggvast, þá kallast það aðsvif. Astœðan kann að sýn-
ast lítilvæg, en samt bendir þetta á að eitthvað sé að,
sem nauðsynlegt sé að segja lœkninum frá.
Læknar leggja gjarna
hlustirnar við ef sjúkl-
ingur segir þeim að sér
sé hætt við að fá að-
;vif. Því þessi skamm-
vinnu yfirlið (blackouts), þegar
manninum hverfur minni og skynj-
un um stund, þarfnast nákvæmrar
aðgæzlu, því þetta er vottur um
að eitthvað er að — það þarf ekki
endilega að vera neitt hættulegt —
eða þá að maðurinn, sem í hlut á,
á í einhverju stríði við sjélfan sig
eða aðra. Ástæðan getur allt eins
verið sálræn sem líkamleg.
Oftast verða fyrir þessu miðaldra
konur, feitlagnar, uppstökkar af
litlu tilefni. Oftar en hitt, þær sem
komið hafa upp börnum sínum og
þau eru farin að vinna úti eða trú-
lofuð eða hvorttveggja. Maður
hennar kann að vera að heiman
mestallan daginn við verk sitt. Af
þessu leiðir það að konan hefur
miklu minni og færri störfum að
gegna heima, en áður var. Og það
sem ef til vill hefur ekki minni
þýðingu: enginn er til að jagast
við. Og þó að maður hennar hafi
e.t.v. aldrei verið sérlega heimilis-
rækinn, finnst henni þetta hafa
breytzt til hins verra.
I stuttu máli, henni finnst sér
vera ofaukið bæði heima og heim-
an. Og svo venst hún á að vera
alltaf að hugsa um sjálfan sig, og
94
Family Doctor