Úrval - 01.12.1966, Síða 98

Úrval - 01.12.1966, Síða 98
96 ÚRVAL toga spunnin. Á öldinni sem leið var mikið um það að konur féllu í yfirlið ef eitthvað gekk þeim á móti, og jafnvel sterkustu menn geta fallið í yfirlið af því einu að fá innspýtingu af meðali. Þarna eru allt aðrar lífeðlisfræðilegar ástæð- ur fyrir hendi. Athugum snöggvast hvernig aðsvif gerast. Þau eru fyrst og fremst því að kenna, að heil- inn (eða nánar tiltekið stöðvarnar þar sem meðvitundin er), fær ekki þann skammt af súrefni, sem eðli- legt er. Fyrir mörgum árum var ég herlæknir í flugher Breta, og var ég þá beðinn að gangast undir til- raunir nokkrar í afþrýstiloftsklefa. Við sátum saman nokkrir í hóp á stórum geymi úr málmi, dyrnar voru harðlæstar svo ekkert loft komst inn eða út, og nú kom stór dæla sem dældi loftinu út úr klef- anum, og mér sýndist sem ljósin væru stöðugt að daprast eins og gerist á kvikmyndahúsi, þegar ver- ið er að slökkva. Þetta stafaði af því að ekki barst nóg súrefni til sjónstöðva heilans og augnanna. Og svo missti ég meðvitund, snöggvast og vaknaði á gólfinu, þegar ég fékk aftur nóg loft. Það er eitthvað þessu líkt sem gerist þegar við fáum aðsvif. Stund- um líður yfir hermenn á verði, eða fólk á samkomum, og stafar það ef til vill af hreyfingarleysi. Þá safnast blóðið fyrir í fótunum en fær ekki eðlilega rás um allan líkamann. Þegar menn falla í yfir- lið eftir að hafa verið í heitu baði, er það vegna þess að húðin tekur viðbrögð til að leiða burt hitann, og allar holur opnast, og um leið sogar hún að sér, eins og svampur, meh-a af blóði en líkaminn má við. Fólki, sem verið hefur veikt í marga mánuði og þessvegna ekki getað fengið að hreyfa sig eðlilega, eða þeim sem einhverra hluta vegna geta lítið hreyft sig, hættir mjög við yfirliðum, vegna þess að vöðvakerfi æðanna er veiklað. Oft nær sá sem fellur í yfirlið ekki að gefa neitt hljóð frá sér, og stundum meiða menn sig um leið og þeir detta. Því meðan óminnið varir, er það djúpt, og það hverfur jafnskjótt og það kom. Þá eru aðrir sjúklingar, sem gjarnt er til að meiða sig mikið, og jafnvel að skaðbrenna sig, ef eldur er nærri, en þetta eru floga- veikissjúklingarnir. í stórum köst- um Ze grand mal flogaveikinnar, fer alltaf meðvitundarleysi á undan. Og ef ekki er neinn til staðar til að sjá hvað gerist og engin merki um sjúkdóminn hafa komið fram áður, er sjúklingnum stundum sagt að hann hafi fengið aðsvif, ef hann segist hafa vaknað til meðvitundar á gólfinu eða úti á víðavangi. En oftast er hægt að sjá hvað gerzt hefur, því sjúklingurinn kann að hafa bitið sig, og jafnvel skaddazt til óbóta. Hann kann einnig að hafa haft þvaglát eða hægðir óaf- vitandi. Væg flogaveiki í börnum, petit mal, lýsir sér í því, að barnið verð- ur allt í einu utan við sig, ringlað, eða mjög annars hugar. Stundum missa þau það sem þau halda þá á, eða gera einhverja vitleysu, ann- aðhvort af athugaleysi eða vegna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.