Úrval - 01.12.1966, Page 100

Úrval - 01.12.1966, Page 100
98 ÚRVAL þess að þau vita varla af sér, þau hætta að geta tekið eftir í tímum og verða aftur úr í bekknum. Flogaveiki þarfnast auðvitað læknismeðferðar, bæði til að greina sjúkdóminn og fylgjast með hon- um. Sem betur fer ráða læknar nútímans yfir meðölum sem að gagni geta komið við veikinni og ýmist læknað hana eða haldið henni í skefjum. Aðsvif gamalla manna eru af fjölþættari orsökum. Stundum er um að kenna breytingum, sem orð- ið hafa á æðakerfinu vegna kölk- unar. Það er afar algengt að gaml- ir menn fái svima. Stundum fylg- ir þetta þverrandi heyrn. Þá bregzt æðin sem flytja skal blóð til eyrans og jafnvægisskynsins, hlutverki sínu, vegna kölkunar, svo blóð- skortur háir þessum líffærum. Svimi getur verið býsna óþægileg- ur, einkum ef sjúklingnum finnst herbergið vera farið að snúast í hring, í stað þess að standa stöðugt eins og jafnan áður. Sumir af þess- um gömlu mönnum segjast fá að- svif, en í rauninni er þetta ekki annað en svimi á nokkuð háu stigi. Önnur tegund af aðsvifi, sem gamlir menn fá, gerist þannig, að þeir detta og geta ekki reist sig upp. Þetta stafar af því að stóru slagæðarnar í hálsinum lokast snöggvast, eins og snurða komi á taug. Þetta kemur ekki fyrir okk- ur, sem yngri erum, það er sama þó við gleymum okkur við að skoða fagurt kirkjuloft, málað meistara- verkum, eða reigjum hálsinn aftur á hnakka til að geta séð upp í efstu bókahilluna, á meðan æðarnar í hálsinum eru mjúkar og sveigjan- legar, lokast þær ekki, heldur laga sig eftir höfuðbeygjunni, en séu hálsæðarnar orðnar harðar og stirð- ar, lokast þær um leið og þær svigna. Þegar þetta gerist stöðvast blóð- straumurinn til heilans og sjúkl- ingurinn dettur á gólfið. Vegna breytinga sem enn er ekki fengin full vissa um hvernig gerist og hvers vegna, og gamlir menn verða fyrir, er því líkast sem þeim gleym- ist eðlileg ósjálfráð viðbrögð. Og þegar þetta gerist jafna þeir sig ekki fljótt, heldur liggja þar sem þeir eru komnir stundarkorn eftir að aðsvifið er batnað. Halda þá stundum þeir sem á þetta horfa að maðurinn hafi fengið slag, fyrst hann rís ekki upp. En bezta ráð til að reisa sjúklinginn við er það að færa hann til, svo að hann hafi eitt- hvað til að spyrna í, og síðan má toga hann á fætur, og nær hann sér þá von bráðar. Annarskonar aðsvif — sem raun- ar eru ekki aðsvif — geta gert rosknum eða gömlum bílstjórum skráveifu. Þetta er að kenna þeim augnasjúkdómi, sem kallast gláka. Gláka, þessi algengi augnsjúkdóm- ur gamalla manna, lýsir sér í því að sjónsviðið þrengist, og breyt- ist. Ef breytingin hefur gerzt inn- an til (þar sem veit að nefinu) á hvoru auga, verður maður fljótt var við þetta, því þá verður fótun- um illa stýrt, og hætt við að reka tærnar í og detta um það sem á veginum verður. En ef þrengslin eru utanvert í auganu, getur hon- um sézt yfir jafnvel það sem kom-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.