Úrval - 01.12.1966, Side 104
102
ÚRVAL
sjúkdómur þessi er einmitt algeng-
ur þar.“
Conan Doyle dreymdi um að
verða skurðlæknir og sjúkdóms-
sérfræðingur á borð við Bell, en
fjárskortur neyddi hann til þess að
taka að sér starf sem skipslæknir
á hvalveiðiskipi. Hann var um hríð
á sjónum, en gerðist síðan læknir
í Southsea, þegar heim kom. Sjúkl-
ingar hans voru fremur fáir. í því
byrjaði hann að skrifa í þeirri von,
að honum myndi þannig auðnast að
drýgja tekjur sínar, þangað til
sjúklingunum fjölgaði.
Hann skrifaði nokkrar ævintýra-
sögur fyrir drengjablöð, en fyrir
það fékk hann litla greiðslu. Hann
gat ekki fengið neinn útgefenda
að fyrstu skáldsögunni sinni. Þetta
olli honum mikilla vonbrigða. En
þá varð honum skyndilega hugsað
til aðferða Bells við sjúkdómsgrein-
ingarnar og „klækja“ þeirra, sem
hann hafði beitt í því skyni. Og
hann ákvað nú að nota slíkt í leyni-
lögreglusögu. Hann greip penna
sinn og skrifaði nafn sögunnar „A
Study in Scarlet." Við nafngift
söguhetju sinnar er álitið, að hann
hafi tengt saman skírnarnafn frægs
cricketleikara og ættarnafn banda-
ríska höfundarins Olivers Wend-
ells Holmes. Og þannig varð Sher-
lock Holmes til.
í þessari fyrstu sögu kynntist
Watson fyrst hinum furðulegu
hæfileikum þessa herbergisnautar
síns, þegar hann stóð um stund úti
við gluggann og horfði á mann, sem
var að skoða húsnúmerin niðri á
götunni. Eftir stundarkorn tautaði
Watson: „Að hverju skyldi þessi
náungi vera að leita?“ „Áttu við
þennan fyrrverandi liðþjálfa úr
landgönguliði hersins?“ spurði
Holmes. (Hann hafði tekið eftir því,
að maðurinn var hermannlegur út-
lits, var með herbarta, og að akkeri
var flúrað á annað handarbakið.
Yfir honum hvíldi einnig valds-
mannssvipur mikill.) Dovle not-
færði sér þetta bragð dr. Bells í
þessari sakamálasögu, og þetta
reyndist einmitt hin rétta „upp-
skrift“ að hinum ódauðlega Sherl-
ock Holmes.
Menn tóku vart eftir útgáfu
fyrstu Holmes-sögunnar í Bret-
landi, og hún naut takmarkaðra
vinsælda í Bandaríkjunum. En
næsta saga, sem bar heitið „The
Mark of Four“, gerði Holmes fræg-
an beggja vegna Atlantshafsins.
Conan Doyle skrifaði undir samn-
ing um að semja 12 Holmessögur
fyrir tímaritið „Strand Magazine."
Og þeir Holmes og Watson náðu sí-
fellt sterkari tökum á almenningi,
eftir því sem sögunum fjölgaði.
Conan Doyle gerðist skjótt auð-
ugur vegna þessara skrifa sinna,
en hann áleit skriftir þessar samt
aðeins vera tekjulind, en ekki ævi-
starf. Hann varð í rauninni dauð-
þreyttur á að skrifa Sherlock
Holmes-sögur, og árið 1893 „drap“
hann hetjuna sína í æðisgengnum
bardaga við prófessor Moriarty við
Reichenbachfossana í Sviss. (Þar er
nú minningartafla til minningar um
þessa óskaplegu viðureign).
Lesendur Conan Doyle urðu bál-
reiðir. Bréfin streymdu að, og þau
voru full af óbótaskömmum. En
hann var ákveðinn. Honum fannst