Úrval - 01.12.1966, Page 108
Lýsing úr Guðspjallabók McDurnan.
Lýsingar á fornírskum
handritum
Sítir J. F. N. McGurk
itt hið markverðasta
sem gerzt hefur í
þróun lista á Vestur-
löndum, eru lýsingar
keltneskra handrita,
gerðra í klaustrum á írlandi, og
náði sú listgrein fullkomnun að
tækni á sjöundu öld. Lengi fengu
munkarnir að starfa að þessari iðju
ótruflaðir af ófriði og innrásum
erlendra manna, sem svo lengi
höfðu haft uppi róstur í Englandi,
að þar var engu vel vært.
En á írlandi var þá það næði
sem þurfti til þess að menntir
mættu þróast, og við enda sjöundu
aldar kunnu frar manna bezt til
málmsmíði og bókagerðar, og það
svo að engin þjóð hefur ennþá far-
ið fram úr þeim. Það er býsna eft-
irtektarvert, að smíðisgripi sína,
sem gerðir voru fyrir kirkjuna
svo sem bagla, sylgjur í biskups-
kápur, skrín og krossa, höfðu þeir
að fyrirmyndum lýsinganna í bók-
unum. Raunar er þetta engin furða,
því þessar listgreinar voru stund-
aðar jöfnum höndum í klaustrun-
106