Úrval - 01.12.1966, Page 109

Úrval - 01.12.1966, Page 109
LÝSINGAR Á FORNÍRSKUM HANDRITUM 107 um. Til sönnunar fyrir því, var að skrifari, sem lýsti handrit, og gull- smiður, sem skreytti spjöldin gulli og gimsteinum, var stundum einn og sami maður. Til þess má nefná munkinn Dagaeus1 (d. 586), eri hann er sagður hafa verið bæði gullsmiður (aurifex) og handrita- skreytari. Nýgræðingar .í klaustr- um lærðu allir að skrifa. Nemand- inn skrifaði á vaxspjöld, eins og gert var í fornöld, og hafði til þess stíl. Vaxspjöld voru einnig skrifað- ar athugasemdir og minnisgreinar, og uppköst að bókum, og voru nokkrar töflur stundum tengdar saman í kver (codicillus). Af þeim hafa fundizt tvær og eru þær í Þjóðminjasafninu í Dublin. Fyrsta kennslubók þessarra nemenda virð- ist hafa verið saltarinn. Þó að flestir munkar hafi getað tekið upp texta til hversdagsþarfa, voru þó næsta fáir, sem kunnu að gera þess- ar fögru bækur, sem hafðar voru við hátíðlegar messugerðir. Til þess þurfti skrifarinn að hafa feng- ið langa og stranga þjálfun, enda merkir orðið scriba ekki einungis þann, sem kann að afrita texta á írlandi á þessum öldum, heldur oftastnær yfirmann klausturskóla og síðan rithöfund, en það þótti mikill vegsauki með írum. Ast þeirra á rituðu máli, og alúð þeirra við bókgerð má marka af því að þeir höfðu stafagerð frábrugðna því sem annars þekkist, írskan stafastíl, sem lengi hélzt við og barst víða. Þessi fallega stafagerð hlaut að hafa komið fram við lang- vinnt nostur manna sem lögðu alla alúð í starf sitt kynslóð fram af kynslóð. Allar aðrar stafagerðir frábrugðnar því sem algengast var, urðu að þoka fyrir yfirburðum kar- ólinsku stafagerðarinnar, svo hvergi í Evrópu þróaðist sérstæð stafagerð, nema í írlandi, og hélzt þetta þang- að til innrásir Normanna og Eng- ilsaxa hófust á tólftu öld. Það má kalla tengilið milli let- urs og lýsingar, að upphafsstafir eru skreyttir eða endastafur í línu látinn draga slóða af hinu sama. írskir skrifarar gengu þess ekki duldir að upphafsstafur er þáttur Lýsing úr bókinni írá Durrow.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.