Úrval - 01.12.1966, Page 109
LÝSINGAR Á FORNÍRSKUM HANDRITUM
107
um. Til sönnunar fyrir því, var að
skrifari, sem lýsti handrit, og gull-
smiður, sem skreytti spjöldin gulli
og gimsteinum, var stundum einn
og sami maður. Til þess má nefná
munkinn Dagaeus1 (d. 586), eri
hann er sagður hafa verið bæði
gullsmiður (aurifex) og handrita-
skreytari. Nýgræðingar .í klaustr-
um lærðu allir að skrifa. Nemand-
inn skrifaði á vaxspjöld, eins og
gert var í fornöld, og hafði til þess
stíl. Vaxspjöld voru einnig skrifað-
ar athugasemdir og minnisgreinar,
og uppköst að bókum, og voru
nokkrar töflur stundum tengdar
saman í kver (codicillus). Af þeim
hafa fundizt tvær og eru þær í
Þjóðminjasafninu í Dublin. Fyrsta
kennslubók þessarra nemenda virð-
ist hafa verið saltarinn. Þó að
flestir munkar hafi getað tekið upp
texta til hversdagsþarfa, voru þó
næsta fáir, sem kunnu að gera þess-
ar fögru bækur, sem hafðar voru
við hátíðlegar messugerðir. Til
þess þurfti skrifarinn að hafa feng-
ið langa og stranga þjálfun, enda
merkir orðið scriba ekki einungis
þann, sem kann að afrita texta á
írlandi á þessum öldum, heldur
oftastnær yfirmann klausturskóla
og síðan rithöfund, en það þótti
mikill vegsauki með írum. Ast
þeirra á rituðu máli, og alúð þeirra
við bókgerð má marka af því að
þeir höfðu stafagerð frábrugðna
því sem annars þekkist, írskan
stafastíl, sem lengi hélzt við og
barst víða. Þessi fallega stafagerð
hlaut að hafa komið fram við lang-
vinnt nostur manna sem lögðu alla
alúð í starf sitt kynslóð fram af
kynslóð. Allar aðrar stafagerðir
frábrugðnar því sem algengast var,
urðu að þoka fyrir yfirburðum kar-
ólinsku stafagerðarinnar, svo hvergi
í Evrópu þróaðist sérstæð stafagerð,
nema í írlandi, og hélzt þetta þang-
að til innrásir Normanna og Eng-
ilsaxa hófust á tólftu öld.
Það má kalla tengilið milli let-
urs og lýsingar, að upphafsstafir
eru skreyttir eða endastafur í línu
látinn draga slóða af hinu sama.
írskir skrifarar gengu þess ekki
duldir að upphafsstafur er þáttur
Lýsing úr bókinni írá Durrow.