Úrval - 01.12.1966, Page 112
110
URVAL
þeirra hvítt, og jaðraff svörtu báð-
um megin. Þó að bókin heiti þessu
nafni, er hún vafalaust að mestu
leyti gerð í klaustri því sem kennt
er við Columba, en hún hefur
flutzt til Kells í upphafi níundu
aldar, og er gizkað á að átt hafi að
bjarga henni úr klóm víkinga, árið
806.
Önnur tegund lýsinga í Kells-
bók og öðrum handritum af þeirri
gerð eru reitir með stöllóttum út-
línum og allir skreyttir fögrum
litum innan endimarka þeirra.
Þessháttar skreytingar eru teknar
eftir þeirri gerð, sem á frönsku
kallast cloissonné, en þar er hver
reitur lagður gagnsæjum gim-
steini greiptum í gull. Enn ein teg-
und er ýmislega lagaðir gormar,
en þar er haft til hliðsjónar víra-
virki á sléttum grunni. Sumt af
þessu er nauðalíkt því sem iðulega
má sjá á gullsmíði frá Mycenska
tímabilinu í listasögu Forn-Grikkja.
Það er eftirtektarvert að þessa ná-
kvæmu stælingu á víravirki er ekki
einungis að finna á víð og dreif í
handritunum, heldur eru heilar síð-
ur gerðar með þessu móti, bæði
heildarlínur og einstakir hlutar,
þetta er allt stæling á spjöldunum,
Dýramyndir úr Kells-bók,