Úrval - 01.12.1966, Síða 115
LÝSINGAR Á FORNÍRSKUM HANDRITUM
113
lausn og má þetta virðast furðulegt
þegar þess er gætt hve náin tengsl
voru milli gullsmiða og skrifara
sem gerðu lýsingar í handritum,
svo þetta gat verið einn og sami
maður.
Síðar meir, þegar keltneskur stíll
í lýsingum handrita hafði borizt til
Englands, var farið að nota gull,
en í beztu handritum írskum frá
því tímabili sést það hvergi. Frá
írlandi barst lýsingalistin til vest-
urstrandar Skotlands með trúboð-
um, einkum til eyjarinnar Iona, þar
sem Kolumba hafði stofnað klaust-
ur sitt hið fræga, á næstu öld þar
á undan. Fjöldi handrita á borð
við Kellsbók var gerður þar, bæði
í klaustri Kolumba og nálægt
klaustrum, sem frá því hafði
dreifzt margt guðspjall fagurlega
skreytt kom úr ritaraklefum þess-
arra klaustra. Að minnsta kosti
þrettán klaustur í Skotlandi og tólf
í Englandi voru stofnuð frá klaustr-
inu Iova.
Sankti Aidan, írskur munkur frá
Iona, var samkvæmt ósk sankti
Oswalds konungi í Norðymbralandi,
fenginn til að stofna klaustur, og
valdi hann þann stað, sem kallast
Lindisfarne-eyja sem aðalstöðvar
trúboðs þess sem hann hóf til
hnekkis trúnni á Þór og Óðni, en
framgangs trúar á Krist. Á hans
dögum voru stofnuð frá Lindisfarne
allmörg klaustur í Norðymbralandi,
en klaustur hans sjálf varð frægt
í Norður-Evrópu bæði fyrir fagur-
lýst handrit í keltneskum stíl og
fyrir guðhræðslu munkanna og lær-
dóm þeirra. Einhver hin allra feg-
urscta bók sem til er frá þessum
skóla, er hin fræga Guðspjallabók
sankti Cuthberts (í Brezka safn-
inu). Hún var ekki rituð meðan
dýrlingurinn lifði, heldur nokkrum
árum síðar, og gerði það munkur
sá sem hét Eadfrith, síðar ábóti
í hinu sama klaustri, hinn áttundi
(698—721). Eadfrith segir svo í at-
hugasemd að hann hafi ritað bók-
ina guði til dýrðar og sankti
Cuthbert, sem síðar varð Aetwold,
níundi ábóti klaustursins, gerði
lýsingarnar, en spjöldin, sem fagur-
lega eru skreytt stórum gimstein-
um greyptum í gull, voru gerð af
Bilfrith, sem munkur var á sama
stað og hinir.
Á níundu öld urðu strendur
Norðymbralands fyrir stöðugum