Úrval - 01.12.1966, Side 116

Úrval - 01.12.1966, Side 116
114 ÚRVAL árásum af víkingum og oftar en einu sinni var klaustrið í Lindis- farne rænt og margir af munkun- um drepnir. Þeir sem eftir lifðu leituðu sér annars samastaðar fyrir sig og guðspjöll sín, ög bein sankti Cutbert og fundu hann á austur- strönd írlands. Þegar þeir stigu á skip á vesturströnd Norðymbra- lands brast á mikill stormur og þessari dýrmætu bók, sem var vand- lega lukt í tréstokk, skolaði fyrir borð. Munkarnir komust lífs af, og gengu þeir á fjörur í leit að bókinni og fundu hana í stokknum. Nokkrar blaðsíður voru mikið skemmdar, en að öðru leyti mátti bókin kall- ast óskemmd. Eftir slíkan flótta stað úr stað fundu munkarnir að lokum vand- legan samastað fyrir bein dýrlings síns,' en það var í dómkirkjunni í Durham, og var bókin lögð þar í skrín hans, og þar var hún unz skrínið var opnað 1104. Stuttu seinna var þá sent aftur til Lindis- farne, en þar hafði þá verið stofn- að klaustur Benediktsreglu 11 árum áður, og höfðu það gert munkar frá Durham, og byggt á rústum hins gamla klausturs sankti Cuth- berts. Þar var handritið svo geymt, unz klaustur voru leyst upp á stjórnarárum Hinriks 8. og var þá tekið utan af spjöldunum allt gull og dýrir steinar, og gullið brætt, en að öðru leyti beið bókin ekki skemmdir. Sir Joseph Cotton náði svo í handritið og kom því á Brezka safnið, þar sem það er enn og verður líklega lengi. Að gerð eru Lindisfarne-guð- spjöll ágætt dæmi um írskan lýs- ingastíl sem tekið hefur breytingum við það að flytjast til Englands. Það virðist ekki hafa orðið nein veruleg breyting á hinum upp- runalega írska stíl á því tímabili er dvalizt var í Iova og öðrum skozk- um klaustrum. En þegar írsku munkarnir fóru frá Skotlandi til Norðymbralands, varð breyting á, því þar sóttu að þeim úr ýmsum áttum bæði frá byzönskum og í- tölskum bókaskreytingum. Af því hlauzt það, að þó að bækurnar, sem gerðar voru í Lindisfarne væru lýstar á nákvæmlega sama hátt og í Kellsbók, að því er snerti útflúr, upphafsstafi og fléttur, tóku mynd- ir af mönnum miklum framförum. Keltnesk handrit hafa hið mesta snilldar-handbragð, og lýsir það sér í hverri línu og hverjum drætti, og hverri fléttu. Samt sýnast þess- ir munkar ekki hafa verið þess um- komnir að gera myndir af mönnum. Kristur og guðspjallamennirnir eru gerðir eftir gömlum fyrirmyndum, en í Guðspjöllum sankti Cuthberts eru myndir af guðspjallamönnum tígulegar og svara sér vel. Aethel- wold, sá sem þær myndir gerði, hlýtur að hafa haft fyrir sér ein- hver fögur handrit líklega í byz- önskum eða ítölskum stíl. Af þessu hefur hlotizt miklu meiri fjöl- breytni í myndavali og nákvæmni í útfærzlu hinna fjölþættu mynztra. Auk þess er nú farið að hafa blöð úr gulli og silfri, sem alls ekki sjást í Kellsbók, né öðrum handritum írskum þar sem engra aðkominna áhrifa gætir. Það má telja að Bókin frá Durr- ow og Guðspjöllin í gamla keisara-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.