Úrval - 01.12.1966, Síða 121
HVERNIG LEIKURÐU HLUTVERK ÞITT?
119
í daglegu lífi okkar. Venjan er sú,
að við látum okkur það engu
skipta, hvernig aðstæðurnar breyt-
ast í hinu daglega lífi, við höldum
alltaf af sama gervinu. Stundum
höfum við þó tekið okkur þetta
gervi, og leikum það svo stöðugt, að
við verðum eins og leikari einn,
sem lifði sig svo inn í hlutverk
hallarþjóns, að hann gat aldrei
leikið annað hlutverk. Duglegur
framkvæmdastjóri, sem leikur á-
gætlega hlutverk framkvæmda-
stjóra allan daginn við starfið,
heldur áfram því hlutverki á heim-
ili sínu. Hann skiptir um umhverfi
og svið, en heldur áfram að leika
framkvæmdastjórahlutverkið og
missir máske ánægjuna af á-
gætum kvöldverði konunnar og
notalegheitum heimilisins.
Það myndi skapa meiri tilbreyt-
ingu og sjálfsagt ánægju í lífi hans,
ef hann hefði vit á að skipta um
hlutverk heima og njóta hvíldar-
innar og heimilislífsins, sem væri
þá alger mótsetning við daglegt líf
hans.
Hver sá maður, sem „gengur
upp“, af fullum krafti í nýjum og
nýjum hlutverkum og nýtur þeirra,
finnur hvað lífið getur verið í
rauninni tilbreytingaríkt, öfugt við
þann, sem dregst með hið sama
gervi á hverju sem á gengur án til-
lits til breyttra aðstæðna.
Leikarinn gengur inn á sviðið
með það eitt í huga að gera hlut-
verki sínu góð skil, eins og honum
er mögulegt. Ef þú gerir þetta í þínu
daglega lífi, í stað þess, að ganga
til verksins með hangandi hendi og
án þess að leggja það niður fyrir
þér áður, hvernig eðlilegast sé, að
þú hagir þér 1 hverju tilviki — þá
fer ekki hjá því, að þú finnir á-
nægjuna, sem fylgir leiknum.
Það er oft, að menn hafa miklar
áhyggjur af heimili sínu, þegar
þeir eru við vinnu sína, en sé leitað
í líkingu við það sem leikarinn
leikur á sviðinu, þá gleymist allt
annað og maðurinn gengur heill til
starfsins. Ástundi menn leikein-
beitingu, þá fer ekki hjá því, að
þeir nái meiri árangri og nýtist
sjálfum sér og öðrum betur, en
venjan er hjá flestum, sem kunna
ekki að einbeita sjálfum sér.
Gott dæmi um það, hversu nauð-
synlegt getur verið í daglegu lífi
að ráða yfir tækni leikarans, er
húsfreyjuhlutverkið, þegar hún
hefur boð inni. Ef það er rétt leik-
ið, er það stórkostlegt, en fæstar
húsmæður ná tökum á hlutverk-
inu til fulls. Þær misleika. Ofleika
suma kaflana, en vanleika hina.
Sumar þeirra leggja sig allar fram
við matreiðsluna og tilhögunina,
en eru síðan of þreyttar til að ann-
ast gestina af alúð. Aðrar eru of
áfjáðar í að gestum þeirra geðjist
að þeim. Sumar eru formfastar og
géstir þeirra njóta sín ekki í ná-
vist þeirra.
Eins og þú sérð á sviðinu, þá get-
ur góður leikari, gert jafnvel hið
hversdagslegasta handtak, eins og
það að hella tei í bolla, mikilvægt
og gefið því miklu víðtækari merk-
ingu, en við gerum í hinu daglega
lífi. En við getum þetta líka. Það
er ótrúlegt, hvað innra ástand
mannsins getur varpað miklu ljósi
á athafnir hans.