Úrval - 01.12.1966, Page 125
HOFUÐVERKJAR-
SJÚKRAHÚS
Þessi öld sem við lifum
á hefur verið kölluð
asperín öldin eða höfuð-
verkjaöldin og í Banda-
ríkjunum segja þeir, að
hvergi sé þetta jafnmikið sannnefni
og þar. Læknayfirvöldin segja að
12% þjóðarinnar eða um 21 milljón
manna þjáist af höfuðverk, en
minna en helmingur þessa fólks
leiti læknis.
Orsök þessa, að fólk leitar ekki
almennar læknis við þessum sjúk-
dómi, er sennilega sú, að fólk gerir
sér ekki ljóst, hvað höfuðverkur í
rauninni er. Hann er ekki sjúkdóm-
ur heldur sjúkdómseinkenni, eins
konar varúðarmerki og bending um
að eitthvað sé ekki í sem beztu lagi
í líkama okkar annað hvort af and-
legum eða líkamlegum ástæðum.
Þetta er kannski einnig skýringin á
því, að í öllu landinu (þ.e. Banda-
ríkjunum) er ekki nema eitt
sjúkrahús, sem einvörðungu fæst
við að lækna þennan algenga
kvilla.
Þessi stofnun, sem heitir Monte-
fiore höfuðverkjarsjúkrahúsið, er
staðsett í Bronx í New York og
var sett á laggirnar 1944, sem liður
í stórri heilbrigðisáætlun. Á þess-
um rúmum tveim áratugum sem
liðnir eru frá stofnun sjúkrahúss-
ins, hefur það útskrifað 15 þúsund
sjúklinga, en forstöðumaðurinn, dr.
Arnold P. Friedman, segir, að hann
telji engan þeirra full læknaðan.
Það megi að vísu, segir hann, létta
mönnum byrðina og halda höfuð-
verknum í skefjum, en kroniskan
eða ævarandi höfuðverk sé ekki
hægt að lækna svo að fullu, að við
breyttar aðstæður geti hann ekki
komið á ný.
Og hvaða aðstæður eru þetta,
sem sífellt geta haft í för með sér
höfuðverk?
Það er meginhlutverk stofnunar-
innar að finna þessar aðstæður og
einskonar spæjarastarf að leita
þetta uppi, og það gerir leitina enn
erfiðari, að menn vita að margar,
tegundir höfuðverkja stafa af sál-
arlegum ágöllum, miklu fremur en
líkamlegum.
Readers Digest
123