Úrval - 01.12.1966, Page 127
HÖFUÐVERKJARSJÚKRAHÚS
125
er hættumerki, sem þú ræður sjálf-
ur hvort þú sinnir eða ekki. Það
getur haít alvarlegar afleiðingar að
dylja eða hylja höfuðverkinn að
staðaldri með deyfandi lyfjum.
Langalgengasta gerð höfuðverkj-
ar er sá höfuðverkur, sém orsakast
af spennu og er hann um það 10
sinnum algengari en „migreni“
höfuðverkurinn. Þessi „spennu“-
höfuðverkur orsakast af því að háls
og höfuðvöðvarnir eru stífir og
hættir til krampa, sem síðan hefur
í för með sérhömlur á eðlilegri
blóðrás og þá verki í höfðinu. En
hver er þá orsök þess, að sjúkling-
ur herðir svo eða spennir þessa
vöðva? Orsökin er „stress", eða
álag, stöðugt álag, sem getur átt
sér þúsund mismunandi orsakir
sem nútíma lifnaðarhættir gefa til-
efni til.
Þó að ótrúlegt sé getur „hvíld"
okkar orsakað aukaálag, sem síð-
an orsakar höfuðverkinn. Frú Smith
kvartaði ævinlega um höfuðverk
eftir spilakvöldin, og kenndi það of
mikilli kaffidrykkju, en sannleik-
urinn va rsá, að hún spilaði af of
miklum ákafa og jók þannig í frí-
tíma sínum hið daglega álag.
Höfuðverkur hr. Jones var einn-
ig verstur um helgar, þegar hann
hefði átt að hvílast, og stafaði þetta
af því, að hann var kyndaufur, en
það var helzt um helgar, sem hann
sinnti konu sinni og hann kveið fyr-
ir að hann myndi bregðast karl-
mannsskyldu sinni.
„Migreni" er sennilega þjáning-
arfyllsti höfuðverkurinn, og hon-
um fylgja hömlur á blóðrennsli og
síðan kölkun æðanna og þar af sár-
indi mikil. „Migreni" virðist helzt
ásækja fólk, sem er að eðlisfari til-
finninganæmt, gáfað, og leitar eftir
að vera sem fullkomnast í hegðan
og hann á sér einnig uppeldislegar
orsakir. Þetta fólk hefur verið
hindrað í æsku sinni að láta í ljós
eðlilegar tilfinningar sínar og þeg-
ar það þroskast hefur það tilhneig-
ingu til að ná lengra en efni standa
til og setja sér mark og mið sem of-
vaxið er getu þess sem síðan hef-
ur í för með sér ofmikið álag og
viðvörunarbj allan, höfuðverkurinn,
lætur til sín taka.
Báðar þær tegundir höfuðverkj-
ar, sem nefndar hafa verið og eru
lang-algengastar, eiga sér orsakir
í tilfinningalífinu. Það er algeng
skoðun, að konur séu höfuðveikari
en karlar, en dr. Friedman segist
ekki vera þeirrar skoðunar, held-
ur muni hitt vera raunin, að karl-
ar veigri sér við að kvarta um höf-
uðverk, og finnist skömm að leita
læknis við honum. Ein er sú stað-
reynd, sem hinar auknu rannsókn-
ir hafa leitt í ljós, og hún er sú, að
höfuðverkur er miklu tíðari kvilli
í bæjum og borgum, sem bendir til
þess að borgarfólk lifi undir meira
álagi en sveitafólkið og dr. Fried-
man segir, að álagið sem borgar-
og bæjarfólk lifi undir sé í raun-
inni nægjanlegt til að þar væri
hver maður höfuðveikur.
Það er einnig athyglisvert að þær
orsakir, sem við teljum oftast valda
höfuðverk, gera það sjaldnast. Þess-
ar orsakir, sem almenningur kenn-
ir höfuðverkinn eru timburmenn,
hægðatregða og slæm sjón. Það er
aftur á móti miklu líklegra að or-