Úrval - 01.12.1966, Síða 130
128
ÚRVAL
minna en lífsvenjubreytingar af
ýmsu tagi.
Það getur þýtt til dæmis, að
manneskjan hætti að reyna að vera
fullkomin, og hætti að gera sér
rellu út af smámunum. Það getur
einnig þýtt, að fólk verði heldur
að fá sér hressandi göngu, eða
hreyfa sig sér til heilsubótar fremur
en vinna yfirvinnu á skrifstofunni.
Það getur enn þýtt að menn verði
að hliðra sér hjá illindum og þræt-
um á vinnustað eða annars staðar
og það getur þýtt, að þú verðir að
finna einhver ráð til að losna við
stöðugar áhyggjur, sem kunna að
þjá þig. Það getur einnig þýtt, að
þú verðir að neita þér um að neyða
sjálfan þig áfram við vinnu, þá daga
sem þér finnst þú vera slappur, og
þetta getur að lokum þýtt það, að
þú verðir að gera þér ljóst í eitt
skipti fyrir öll, hver raunverulega
geta þín sé og ofbjóða henni síðan
ekki.
Ef þér lánast þetta allt, sem að
ofan er nefnt, þá er mjög líklegt
að þú fáir varanlegan bata af höf-
uðverk þínum, og ekki aðeins það,
heldur verðir þú um leið skemmti-
legri og þægilegri persónuleiki og
fáir sjálfur meiri ánægju af líf-
inu.
Vísindamennirnir eru búnir að uppgötva tilveru einhvers konar
„andveraldar" mótefna, þar sem timinn líður aftur á bak og allt er
þveröfugt við það, sem við þekkjaum. Við höfum hingað til kallað
slíka veröld „mánudagsmorgun".
Changing Times
Golfklúbburinn í Palma Ceia i Tampa í Florida birti aðvörun um,
að hundar, sem næðust á golfvellinum, yrðu teknir og geymdir, þang-
að til þeir yrðu aflífaðir. Hundaeigandi einn, sem bjó við hliðina á
golfvellinum, sendi þá golfklúbbnum bréf, og í þvi tilkynnti hann,
að golfleikarar, sem næðust á landareign hans, meðan þeir væru
að leita þar að týndum golfboltum, yrðu teknir og bundnir fastir við
bílskúrinn og geymdir þar, en lögreglunni tilkynnt um handtökuna.
Enn i'ermur birti hann í bréfi sínu aðvörun um, að skyldi golfleikari
bíta lögregluþjón, sem kæmi til þess að flytja hann burt, skyldi golf-
leikarinn verða lokaður inni i 5 daga, þangað til fullvíst væri um
niðurstöðuna af prófun þess, hvort golfleikarinn þjáðist af hundaæði.
Tampa Tribune.
Eiginmaðurinn segir við konu sína, sem situr og glápir á sjónvarp-
ið og brynnir músum: „1 guðanna bænum, Emily! Hættu þessuin
skælum! Þetta er bara auglýsing um meltingartruflanapillur."
Dále McFeatters.