Úrval - 01.06.1967, Side 11

Úrval - 01.06.1967, Side 11
ÓGLEYMANLEGUR MAÐUR 9 nú. Þá um voriS gekk hann út að Oddsstöðum á hreppsfund og heim aftur samdægurs, í hrakningsveðri og vondri færð; þá lagðist hann í lungnabólgu sem dró hann skjótlega til dauða ■■— eins og mörg önnur hraustmenni á þeim tíma. Þó þau hjón ættu allgott bú þegar Kristján féll frá, var ekkjunni ærinn vandi á höndum, með ungu drengina sína sex; voru þá líka margir sem fannst ekkert vit fyrir hana að reyna að búa áfram — en að þeirra tíðar hætti þýddi þaS ekki annað, en að slíta börnin frá sér til vanda- lausra, en fara sjálf í vinnumennsku — eða að bezta kosti í húsmennsku, sem ekki lá þó alltaf á lausu. En Helgu mun lítið hafa komið slíkt til hugar í alvöru; hún var ákveðin í því að vilja ala drengina sína upp sjálf. Fyrst fékk hún roskinn ráðsmann sem Kristján hét, og flutti hann að Leirhöfn með konu sína og upp- komna dóttur. En ekki liðu mörg ár þar til drengirnir hennar urðu færir um það sem gjöra þurfti, og kom sér þá vel, að þeir voru ekki táplausir, því við ýmsa örðugleika var að etja. Á næstu árum þurfti t.d. ekkjan að reiða út föðurarf til hinna mörgu stjúpbarna sinna, sem óhjákvæmilega hlaut að skerða mjög bústofn hennar. En bú hennar bless- aðist eigi að síður fyrir það, og blómgaðist með þeirri risnu sem ýíða varð kunn, og til jafnað. Þetta er ófullkomin svipmynd af því umhverfi sem Sæmundur var sprottinn úr, en ekki þurfti mikla skarpskyggni til þess að finna áhrif uppeldisháttanna á skapgjörð hans; örðugleikar móðurinnar í upphafi hvöttu snemma drengina til dáða. En það, að þeir ólust þarna upp sex saman gaf þeim þegar möguleika til þess, að hver þeirra gat sinnt að nokkru því sem hann var gefnast- ur fyrir •— enda hneigðust þeir all- ir til nokkuð sérstakra viðfangsefna. Sæmundur gerðist snemma fjár- maður af lífi og sál, og þeim dugn- aði sem til var tekið. Mun óhætt að fullyrða að hann átti drjúgan þátt í skjótum viðgangi búsins. Þá var enn ekki orðið stórt tún- ið í Leirhöfn, svo það þótti mikil dirfska þegar Kristján heitinn vog- aði sér að setja á aðra kú. Engjar voru heldur engar, sem heitið gátu því nafni, en mikið kapp var lagt á að afla nokkurra heyja, ■— tína saman bagga og bagga í stað upp um öll Leirhafnarfjöll, inn á Núp og jafnvel austur í heiði, með erfiðis- munum, sem nútímafólk getur litla grein gjört sér fyrir; en þar sem fé varð fljótlega ærið margt, má af þessu geta sér til að. gætilega þurfti að fara með heyin, og að fjár- mennskan varð að miklu leyti hjarð- mennska. Jörðin hafði mikið landrými og ágæta fjörubeit, sem hvorttveggja var vel notað. En flæðihætta var allmikil á skerjum við sjóinn; var því Sæmundur á öllum tímum sól- arhringsins þar vökull á varðbergi um hverja fjöru. Alla sína ævi síð- an vissi hann nákvæmlega hvernig stóð á sjávarföllum, hvar sem hann var staddur. Svo fjárglöggur var Sæmundur, að mjög var á orði haft og fram til elli bað hann alla stráka sem hjá
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.