Úrval - 01.06.1967, Page 53

Úrval - 01.06.1967, Page 53
LÚÐVÍK 14. OG MADAME DE MAINTENON 51 henti gys að öllu og öllum, var lífið og sálin í því, sem var efst á baugi í París hverju sinni. Frægar konur og tignir menn dáðu snilli hans og heimili hans varð að einum helzta samkomustað slíks fólks. Hann vann sér inn allmiklar tekjur, en eyddi öllu jafnóðum og heldur betur. Hann var alveg ábyrgðarlaus eyðslusegg- ur og því ætíð fátækur og skuldum vafinn. Mestallt fé hans fór til heim- ilishalds og þá fyrst og fremst alls kynns íburðarmikilla kræsinga handa veizlugestum. Konungur veitti honum ríkislaun, en eitt sinn lenti hann röngu megin í stjórn- máladeilu einni, og skyndilega komst hann í enn verri aðstæður en áður. Vitsmunaleg snilli hans var þó hin sama og áður. Madame de Neuillant, velgerðar- maður fátæku unglingsstúlkunnar Francoise d’Aubigné, var ein í hópi kunningja Scarrons. Hún gerði sér grein fyrir hinum erfiðu aðstæðum hans og þeim vanda, sem hann var í. Og hún gerði sér einnig Ijósa grein fyrir þeirri byrði, sem þessi unga, blásnauða stúlka var henni óneit- anlega. Og því ákvað hún án minnsta hiks, að hún skyldi vinna að því, að þessi gamli svallari fengi þessa ungu, saklausu stúlku fyrir konu. Þótt Scarron væri augsýnilega hrifinn af henni, hikaði hann samt' við að biðja hennar. Hún var ung og fögur, látlaus, siðsöm og trúuð. Hún vildi ekki gerast nunna, og hún vorkenndi Scarron á vissan hátt. Hún tók því ákvörðun. Hún gekk að eiga Scarron, rétt áður en hún varð sautján ára. Og sama árið tók Lúðvík 14. við konungstign í Frakklandi. Hann var þá fjórtán ára gamall. í rúm átta ár stjórnaði hún heim- ili þessa furðulega örkumla manns. Þetta var eitt mesta svallheimili gervallrar Parísarborgar, heimili drykkjuskapar og gjálífis. Þangað sótti margt fyrirfólk Parísarborgar, sem fremst stóð í samkvæmislífinu. Skáldið skemmti bví þar með leiftr- andi fyndni sinni og háði og hlaut peninga og skartgripi að launum fyrir gestrisni sína. Eiginkona hans hélt þó áfram að vera siðsöm, látlaus og hlédræg þrátt fyrir öll ósköpin, sem á gengu á heimili hennar. Hún varð vitni að því, en tók engan þátt í því. Þótt hinir heiðnu vinir Scarrons gerðu gys að allri trú og storkuðu henni, tamdi hún sér hóf í hvívetna, fastaðí á tilskyldum dögum, þótt þeir sætu við hlaðin veizluborð, en samt hegð- aði hún sér ætíð þannig, að hún styggði þá ekki. Á þessum árum blómstraði fegurð hennar og náði sínum mesta blóma. Eftirfylgjandi lýsing á fegurð hennar birtist í skáldsögunni ,,Clélie“. eftir Mademoiselle de Seudéry: Húð hennar var björt og fögur og hár hennar var yndisfagurt, og kastaníubrúnt og mjúkt. Nef hennar var fagurlega mótað og einnig munnur hennar. Viðmót hennar og framkoma einkenndist af blíðri göfgi, viðfelldni og látleysi. En þaö, sem fullkomnaði fegurð hennar og varpaði á hana dýrðar- Ijóma, voru hin fegurstu augu heimsins, mjög dökk, leiftrandi, þrungin blíðu og miklu lífi, tindr- andi af gáfum. Hin leiftrandi dýrð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.