Úrval - 01.06.1967, Page 57

Úrval - 01.06.1967, Page 57
LÚÐVÍK 14. OG MADAME DE MAINTENON 55 fari ástmeyjar sinnar, Madame de Montespan. Hvað Madame de Scarron snerti, hafði hún aetíð virt konung sinn í ríkum mæli vegna þess að hann var konugur hennar, þótt hún hefði mikla andúð á ýmsu, sem hann gerði. Og þar að auki hefur hún örugglega ekki verið ónæm fyrir persónutöfrum hans fremur en aðr- ar konur. En hún varð samt aldrei ástfang- in af honum líkt og aðrar konur. Það var blátt áfram ekki í eðli henn- ar að verða það. Hún var tilfinningaköld kona, kaldlynd á þann hátt, að ástríðan var henni algerlega óþekkt. Hún hafði aldrei elskað sem aðrar kon- ur. Kannske hafa æskuár hennar gert þann möguleika að engu, en kannske hefur slíkt blátt áfram ekki samrýmzt eðli hennar. Kærleikur og ástúð voru samt ríkir þættir í skapgerð hennar. Henni þótti mjög vænt um konungsbörnin, sem henni hafði verið trúað fyrir, og einnig um konunginn sjálfan, sem hún sýndi stöðugt fyllstu hollustu og tryggð. En innsti kjarni lífs hennar var trúin, ekki ástríðan. Virðing sú, sem konugur bar fyr- ir Madame Scarron, jókst nú hröð- um skrefum. Hann mat hana nú meir og meir. Því launaði hann henni ríkulega með fjármunum og aðalstign. Hún gat nú keypt sér hið dýrðlega óðal Maintenon með hin- um mikilfenglega kastala. Það er í um 50 mílna fjarlægð frá París, milli Rambouillet og Chartres. Einn daginn þegar konungur hitti hana við hirðina, heilsaði hann henni með ávarpinu „Madame de Maintenon". Á þennan hátt tilkynnti hann henni,. að hann hefði veitt henni þann titil, sem fylgja skyldi óðali því, sem hún hafði keypt fyrir hin ríkulegu laun, sem hann veitti henni nú. Nú var hún orðin de Maintenon markgreifa- ynja. Hin sífrjósama Madame de Mont- espan var smám saman að falla í áliti hjá konungi. Hann var ekki lengur hrifinn af henni. Hann batt endi á samband þeirra og sneri sér að öðr- um konum, en svo tók hann hana í sátt aftur. En staða Madame de Maintenon varð sífellt styrkari, meðan á þessum átökum stóð. Kon- ungur gerði hana að trúnaðarmanni sínum í sífellt ríkari mæli og spurði hana ráða um margvísleg málefni. Henni fannst nú sem hún vissi, hvert markmið lífs hennar væri. Hún áleit, að guð hefði séð svo um, arð hún lenti í þessari aðstöðu við frönsku hirðina, aðstöðu, sem var á margan hátt erfið og hættuleg, og hún áleit, að hann hefði gert það vegna háleits markmiðs. Hún hafði mikil áhrif á konunginn. Hún áleit það því skyldu sína og jafnvel köll- un að gera hann aftur að raunveru- lega kristnum manni, sem vildi lifa samkvæmt háleitum siðgæðisboðum, manni, sem væri raunverulega hæf- ur stjórnandi þjóðar sinnar. Og þetta varð nú markmið lífs hennar. Öll hennar viðleitni beind- ist nú að þessu marki. Þessi viðleitni hennar hafði það auðvitað í för með sér, að Madame de Montespan gerðist svarinn fjand-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.