Úrval - 01.06.1967, Blaðsíða 97

Úrval - 01.06.1967, Blaðsíða 97
ALLT NEMA PENINGAR Vinsœli háðfuglinn Sam Levenson, sem er heima- gangur í sjónvarpinu í Bandaríkjunum, óx upp í lélegu fátækrahverfi i New York. En samt álitu þau systkinin og foreldrar þeirra, að þau væru „sérréttindafátœklingar“, fólk, sem væri auðugt að öllu-------------nema peningum. I síðustu hók sinni, sem náð hefur geysilegum vinsældum, segir Levenson frá þessum uppvaxtarárum sínum, og hann hugsar til þeirra ára og fátækrahverfisins með hlýju og ástúð, sem blandin er sönnu fjöl- skyldustolti Levensons- fólksins, sem þurfti elcki að skammast sín fyrir neitt, þótt það byggi í lélegu hverfi. Ég minnist bernsku minnar sem endalausrar baráttu, þar sem var stefnt að einu marki.... að komast burt úr leigukumbladanum í fá- tækrahverfinu okkar, burt úr hon- um, burt úr hverfinu. En þessi ár einkenndust líka af annarri baráttu, sem beindist að því að komast inn ... í eitthvert leiguhúsnæði. Húseigendum var ekki sem bezt við barnmargar fjölskyldur. Þegar foreldrar mínir voru í húsnæðisleit, fóru þeir því aðeins með tvö börn með ser, þótt þeir ættu reyndar átta. Og á sjálfan flutningsdaginn stóð húseigandinn í dyrunum, sem stirn- að tröll og góndi á sjö stráka og eina stelpu, sem stukku ofan úr flutningabílnum. Hann náfölnaði og gat ekki komið upp nokkru orði í fyrstu. „Hvers vegna sögðuð þið mér ekki, að þið ættuð átta börn, átta falleg börn?“ spurði hann. „Æ, ég gat ekki fengið það af mér“, svaraði mamma ósköp sak- leysisleg á svipinn. Austur-Harlem, borgarhverfi það, sem ég ólst upp í í New York, upp- fyllti allar þær subbukröfur, sem gerðar eru til lélegs fátækrahverfis. Okkur hverfi var örugglega fyrir ofan meðallag, hvað snerti úrval af úrsérgengnum leigukumböldum, soralegum billiardstofum, fúlum krám, óupphituðum íbúðum, brenn- heitum þökum sumarsvækjunnar, óhreinum götum og sorpi úti um allar trissur. En samt var ég aldrei leiður eða dapur, og mér fannst í rauninni sem ég færi ekki á mis við neitt, væri alls ekki afskiptur við lífsgæðaborðið. Það ríkti svo mikið samræmi, svo alger eining á heimili okkar, að slíkt nægði sem bólusetn- ing gegn umhverfinu, sem tók við, þegar við opnuðum hurðina á íbúð- inni okkar. Það er ekki til neitt læknisfræðilegt heiti yfir þá, sem haldnir eru slíkri öryggiskennd til- finningalífsins, og því sting ég upp á því, að þeir verði kallaðir „sérrétt- indafátæklingar.“ Fátæktin niður- lægði aldrei fjölskyldu okkar. Við vorum fátæk, en samt sjálfstæð og óháð í raun og veru. Mamma og pabbi bjuggust við miklu af okkur krökkunum. „Megi börn þín færa þér gleði.“ Þetta voru beztu árnaðaróskirnar sem hugsazt gátu, kveðjuorð, sem mælt voru af munni fram, hvort sem gleðin eða sorgin hafði komið í heimsókn. Mælistika velgengninnar var sá heiður, sem börnin færðu foreldrum sínum. Sú mælistika varð okkur krökkunum öllum mikil hvatning. Við vorum börn innflytjenda og því fulltrúar hinna ,,óæskilegu.“ Og því vissum við, að eina leiðin til þess að losna undan því brenni- marki að vera flokkuð sem „óæski- leg“, persóna, sem enginn kærði sig um, væri auðvitað sú, að við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.