Úrval - 01.06.1967, Síða 99

Úrval - 01.06.1967, Síða 99
ALLT NEMA PENINGAR 97 vorum erfingjar að öllum þeim velkta og slitna, trosnaða og upp- litaða varningi, sem hinir efnaðri samlandar okkar höfðu losað sig við. I næsta nágrenni við okkur var líka markaður undir beru lofti. Þar var röð af varningsvögnum, hlöðn- um ósviknum kostakjaravörum, svo sem ofþroskuðum laukum, hálf- frosnum tómötum og alls kyns nið- ursuðuvarningi, sem engir miðar voru á eða voru hálfbrunnir af. Við kölluðum niðursuðudósir þessar „happdrættismáltíðir.“ Þarna voru líka stórar tunnur af „pickles“ (og beztu bitarnir voru alltaf á tunnu- botninum, eins og allir hyggnir kaupendur vissu mæta vel). Og þarna gat jafnvel að líta enn stærri tunnur, troðfullar , af síldum með glitrandi augu. Þar voru líka styrjusporðar. Og síð vetrarnærföt blöktu við hún á háum stöngum, líkt og tuskubrúður hefðu verið hengdar þar upp. Og yfir öllu sam- an blakti svo fáni söluvagnaflot- ans — bleikar síðar kvenbuxur sam- kvæmt tízku þeirra tíma. Þær blöktu í vindinum og breiddu fag- urlega úr sér. Það var ekki hægt að máta nærföt þarna, en maður keypti þau samkvæmt þeim óskrif- uðu lögum, reyndust þau ekki hæfi- lega stór, þegar maður kæmi heim, fengi maður kaupverðið endurgreitt með bros á vör. Full ábyrgð var tekin á gæðum þeirra: „Þau endast alla ævina, og þar á eftir er hægt að búa til pils úr þeim.“ Þótt við byggjum í annars flokks umhverfi, hvað ytra borðið snerti, hafði.slíkt alls ekki í för með sér, að við gæfum fyrsta flokks hugsjónir á bátinn. Mamma var alveg gall- hörð á meiningunni og sagði, að eitt af því fáa dýrmæta, sem hún hefði efni á, væri hreint heimili. Sálfræð- ingar nútímans mundu hafa slengt sjúkdómsheiti á hana og sagt, að hún gengi með „sjúklegt húshalds- æði“. Hún vaknaði klukkan 6 á morgnana og tautaði þá: „Jæja, nú er kominn mánudagur, og áður en maður veit, verður það þriðjudag- ur, og þá er miðvikudagur alveg á næstu grösum, og fimmtudagurinn verður að föstudegi, áður en varir, og ég hef ekki unnið handtak enn- þá.“ Það var byrjað að búa um rúmin mjög snemma morguns, jafnvel áð- ur en við fórum á fætur. Ef við vor- um ekki nógu fljót að vakna, rönk- uðum við oft við okkur innan í dýnu úti á brunastigapallinum. Stundum lézt mamma líka vera ósköp hug- ulsöm. Hún vildi alls ekki vekja okkur. „Æ, þið viljið fá að sofa? SOFA?“ Og hún kippti lökunum undan manni, lamdi koddana með teppabankara og byrjaði að breiða yfir rúmið, þó að maður væri enn í því. Morgun einn sendi kennslukonan mín mig heim úr skólanum með þessum orðum: „Ungi maður, þú ert ósköp veiklulegur. Farðu nú heim og segðu mömmu þinni að koma þér strax í rúmið.“ Þegar ég kom heim, var mamma í sinni venjulegu stellingu, á fjórum fót- um, með tusku í hendinni við hlið- ina á gólffötu, sem var full af grá- leitu, sápufreyðandi vatni. „Kennslukonan sagði, að ég væri
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.