Úrval - 01.06.1967, Page 100

Úrval - 01.06.1967, Page 100
98 ÚRVAL veikur, og að ég ætti að leggjast í rúmið.“ Mamma leit upp. „í hvað, sagð- irðu?“ spurði hún. „Ertu viss um, að þú getir ekki setið uppi? Ég er, sko, alveg nýbúin að búa um!“ Munurinn á því, að halda hlutum hreinum annars vegar og svo krökk- um hins vegar, var fólginn í því, að hlutirnir voru bara kyrrir á sínum stað og biðu eftir því, að óhrein- indin væru hreinsuð af þeim. Við krakkarnir rákum fyrirtæki, sóttum ýmiss konar vörur. Þetta var nokk- urs konar sendingarþjónustufyrir- tæki. En bæri maður óhreinindi inn á heimili mömmu, varð nafn manns jafn óhreint og óhreinind- in sjálf. Mamma benti á far á loft- inu, sem þar hafði komið eftir gúmí- bolta, og mældi okkur og vó með augnaráði sínu, full ásökunar. „Ég, sem var alveg nýbúin að þvo þetta loft, skríðandi á fjórum fótum, og lítið þið nú bara á það. HVER gerði þetta?“ Stundum þegar við gengum inn, fengum við blautan þvottapoka beint í andlitið. Ástæðurnar fyrir kveðju þessari voru tvær. Við átt- um að þvo okkur, og hún vildi geta séð, hver ætti þetta andlit. (,,Lofið mér að sjá, hvaða sóði þetta er.“) Stundum þvoði mamma sóðaandlit algerlega ókunnugra krakka. „Þig þekki ég ekki!“ sagði hún þá. „Út!“ Mamma þvoði krakka á sama hátt og hún þvoði gólf. Sex daga vik- unnar var baðkerið okkar notað sem geymslukista fyrir málningardósir, bursta, regnhlífar, óhreinan þvott . og daglegan kolaskammt. En um helgar var það hreinsað og skrúbb- að og við urðum að fara í bað til þess að vera alveg hrein, þegar við færum aftur í skólann næsta mánu- dag. Við beittum alls kyns brögð- um til þess að komast undan þess- ari kvöð. Við reyndum að blekkja hana og bundumst samsæri um það. Við reyndum allt, þangað til við vor- um orðin alveg uppiskroppa með tylliástæður. Við höfðum notað þetta bragð of oft: „Æ, ég er alveg ný- búinn að vera svo kvefaður!“ Sama var að segja um þetta bragð: „En þetta er ekki skítur, ég er bara svona útitekinn síðan í fyrrasumar!" Við urðum að vera alveg tandur- hrein, jafnvel þar sem slíkt sást alls ekki, svo sem innan í eyrunum. „Þið ættuð ekki að reyna að koma með einhverjar afsakanir um, að þið hafið ekki heyrt, hvað kennslu-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.