Úrval - 01.06.1967, Side 102

Úrval - 01.06.1967, Side 102
100 ÚRVAL Hún bað mig jafnvel um að „gjöra svo vel“ að fara niður í búð til þess að kaupa hvartpund af pottosti frá því í dag.“ Og þegar bræður mínir komu heim hver af öðrum, endurtók sama sagan sig aftur og aftur: „Heyrðu, hvaðan komu blómin, mamma? Eru þau ekki stórkostleg?“ „Ekki að snerta“, sagði mamma þá, „bara að þefa.“ Lifandi rósir í þessu húsi! Þetta var allt of stórkostlegur atburður til þess, að fjölskyldan gæti setið ein að honum. Mamma tók þrjár af rósunum fallegu, bætti nokkrum burknablöðum við og sendi þær til nágrannakonu sinnar. Pabbi deildi líka ást mömmu á móður náttúru og öllum hennar dásemdum. Sumar eitt, þegar Albert bróðir var um 8 ára gamall, var hann valinn úr hópi fátækra barna þarna í hverfinu til þess að eyða heilum mánuði á bóndabæ í norður- hluta New Yorkfylkis. Að tveim vikum liðnum fór pabbi þangað norður eftir til þess að gá að því, hvernig Albert liði. Þegar við fórum svo öll á járnbrautarstöðina næsta kvöld til þess að taka á móti pabba, var það ekki pabbi, sem steig út úr lestinni, heldur Albert. „Albert! Hvar er pabbi?“ ,,Uppi í sveit. Hann sagði, að hann hefði meira þörf fyrir sumarfrí en ég, svo að hann tók tvær seinni vikurnar í staðinn fyrir mig.“ Mamma og pabbi gátu bæði minnzt græns grass og laufgaðra trjáa bernsku sinnar, en börnin þeirra áttu engar slíkar minningar. Við vorum ósvikin borgarbörn. En á hverju vori skrifuðum við þing- manninum okkar og báðum hann um að senda okkur ókeypis blómafræ, og þau gróðursettum við í blómst- urpottum, sem voru reyndar kass- ar undan osti. Það, sem við settum í þá, kölluðum við að vísu jarðveg, en þar var reyndar aðeins um að ræða blöndu af glerbrotum, möl, rotnuðum trjávið og leðju, sem við höfðum fundið við húsgrunna. Við vökvuðum jarðveginn í lítratali. Það vatnsmagn hefði sjálfsagt nægt heilu fiskasafni, en það var helzt til mikið fyrir blóm. Blómakassarn- ir stóðu úti á brunastigapallinum baka til, og þaðan lak vatnið svo niður á koddana, sem fjölskyldan á
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.