Úrval - 01.06.1967, Page 103

Úrval - 01.06.1967, Page 103
ALLT NEMA PENINGAR 101 næstu hæð fyrir neðan var að viðra úti á sínum brunastigapalli. Garðurinn í kringum skólann okk- ar var grænmetisgarður, þar sem við þræluðum sem vinnufangar og lærðum að elska móður náttúru. Þegar tilkynnt var í skólanum, að við gætum fengið lánuð garðyrkju- verkfæri þar til þess að búa til garð heima hjá okkur, þá réðumst við á húsagarðinn okkar, sem var sannkölluð eyðimörk. Við skiptum honum í reiti fyrir tómata, baunir, maís og hreðkur. Og í þessari stein- eyðimörk, þar sem ekkert hafði vax- ið áður, gat að líta um mitt sumar stóra reiti af bananahýði, maíshýði og dýnugormum. Við gerðum nokkrar tilraunir til þess að rækta gullfiska. Mamma elskaði þessar eirðarlausu, litlu skepnur. Hún hélt því fram, að fisk- arnir þekktu hana. Þegar hún nálg- aðist skálina, syntu fiskarnir upp að yfirborðinu til þess að láta mata sig. Mamma lofaði okkur að gefa þeim. ,,Munið þið það nú, aðeins tvo litla bita.“ Svo köstuðum við hnefa- fylli í skálina, svo að það væri nú al- veg öruggt, að þeir fengju nóg í sig. Og um kvöldið flaut að minnsta kosti einn lítill fiskur á bakinu ná- lægt yfirborðinu. „Þið drápuð hann!“ Við gátum ekki skilið það, hvernig það, hvernig það gæti drep- ið nokkurn að éta yfir sig. „BÆKURNAR, FÉLAGAR ÞÍNIR.“ Jurtir gátu ekki dafnað og þrif- izt í íbúðinni okkar, en það gátu bækur sannarlega. Þær uxu og margfölduðust í myrkrinu. Þær voru sýndar, hreinsaðar, þurrkaðar og verndaðar á allan hátt og til þeirra var vitnað með virðingu. Ég virti þær, löngu áður en ég gat lesið þær. Að því leyti var ég líka barn, sem naut forréttinda. Ég var arftaki fornrar erfðavenju, rótgróinnar ást- ar á lærdómi og þekkingu. Hetjur þær, sem dýrkaðar voru á heimilinu, voru eingöngu lærðir menn og spekingar, forvígismenn í heimi andans, skáld, tónlistarmenn og heimsspekingar. Við hengdum myndir af þeim á veggina við hlið- ina á innrömmuðum prófskírteinum okkar. Foreldrar mínir sögðu okkur frá því, að alltaf þegar barn hóf trúar- lærdóm sinn heima í gamla land- inu þeirra, hafi verið stráð rúsínum og möndlum í fyrstu bók þess sem tákn um sætleika þekkingarinnar. Fyrsta lagið, sem ég minnist þess, að mamma hafi sungið við mig var einskonar sálmur, þar sem mennt- unin er lofsungin. Skólaskylda var skoðuð sem gullið tækifæri, hluti þess draums, sem hafði dregið millj- ónir innflytjenda til Ameríku. Þeg- arf ég tók barnaskólapróf, skrifaði pabbi þessa setningu í minninga- bókina sem skrifað var í vegna þess að ég hafði lokið burtfararprófi: „Sonur minn, gerði bækurnar að fé- lögum þínum. Láttu kassa þína og hillur verða skemmtigarða þína og unaðslundi....“ Og hann skrifaði þetta á hebresku. Það spruttu tár fram í augu pabba, þegar orðið „menning“ var nefnt, en hann var furðulostinn yfir ýmsu, sem okkur var kennt í skólanum, svo sem þessum vísidómi: „Kýrin
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.