Úrval - 01.06.1967, Qupperneq 117

Úrval - 01.06.1967, Qupperneq 117
VEGURINN TIL LLANSYSTUMDWY 115 setur uppi með ánni fyrir ofan Llanystumdwy, þorpið, sem Lloyd George lifði, dó og var grafinn í. Þetta er hvítt hús, og málningin er farin að flagna utan af því. í norðri getum við séð fjallið Snow- don, en Jefferson þótti gaman að halda fram þeirri skoðun, að hinir welsku forfeður hans hefðu búið við rætur þess. í suðri getur að líta hinn lygna Cardiganflóa, þar sem sést nú sjaldan skip á ferli, síðan hætt var við flögugrjótvinnsl- una. í vestri teygir hinn ömurlegi Lleynskagi sig í áttina til Bards- eyjar, sem var eitt sinn vinsæll á- kvörðunarstaður pílagríma, og til hins ólgandi írlandshafs. Þetta er undurfagurt land, en fátækt. Og því er eins farið með það og aðra fagra staði, að fólkið þarna er háð skemmtiferðamönnunum, hvað lífs- afkomuna snertir. í einn til tvo mán- uði eru helztu þjóðvegir og feg- urstu staðir héraðsins troðfullir af ensku fólki í sumarleyfi, sem bíður í biðröð eftir að fá tækifæri til þess að klifra upp á lægri tindana. Það streymir út um hlið sumardvalar- búðanna hans Butlins í Pwllheli, skilur eftir sig mikla slóð af sæl- gætisumbúðum á ströndunum og kaupir brúður í welskum þjóðbún- ingi til þess að láta dingla í glugg- um bifreiðanna sinna. Það virðist vart hugsanlegt, að menningarleg sérkenni fái varizt slíkri árlegri fjöldainnrás, einkum þegar það er einnig haft í huga, að það er líka enskt fólk, sem ræður að mestu yfir móttöku ferðamann- anna. Þar er um að ræða enska kráreigendur, enska veitingahúsa- eigendur, enska minjagripasala og umboðsmenn fyrir ferðaskrifstofur og skemmtiferðir. Welska menning- in dó reyndar næstum út fyrir hálfri öld, þegar flögugrj ótvinnslan lagð- ist niður vegna breyttrar tízku og ekki var enn um að ræða niður- greiðslur og styrki til landbúnaðar- ins líkt og riú er. Áhrif og þrúgun ensks auðs og valds virðist ætla að verða ofjarl hennar. Hin miðsæknu öfl ríkisins virtust ætla að soga í sig allar slíkar sérstæðar menning- arheildir á útjöðrum hins brezka ríkis iíkt og í öllum löndum nú- tímans. Welska tungumálið varð fyrir opinberum árásum, og Lund- únablaðið „Times“ kallaði það „bölvun Wales“. Helztu þjóðvegirn- ir og járnbrautarlínurnar lágu öll í austurátt... til Englands. Kolanám- ur Suður-Wales voru í eigu Eng- lendinga, og Trefanhéruðin í Norð- ur-Wales höfðu fengið næstum al- gert enskt yfirbragð, hvað snerti viðhorf fólks og lífsskoðanir, þótt ekki væri hægt að segja, að þau væru í eign ensks fólks. Trefanóðalið mitt nær yfir 30 ekr- ur skóga, haga og árbakka, en það er ekki svo langt síðan þetta var kjarni geysilegrar landareignar. Um aldamótin síðustu voru flestir þorps- búar í Llanystumdwy háðir hinu mikla Trefanóðali á einn eða ann- an hátt. Og gömlu hefðarkonurnar tvær, sem bjuggu á óðalssetrinu, á- litu sig hátt hafnar upp yfir siði og venjur hinna welsku nágranna sinna. Þær komu einstöku sinnum akandi niður í þorpið í vagninum sínum. Og þær ráku hinn unga Lloyd George, sem þá var að alast upp
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.