Úrval - 01.06.1967, Síða 119

Úrval - 01.06.1967, Síða 119
VEGURINN TIL LLANSYSTUMDWY 117 welskt blóð til þess, að svo megi verða. En stundum rekst ég óvænt á vott um hina gömlu mótspyrnu gegn og andúð á aðskotadýrunum, þegar ég vek húsið aftur af hinum langa svefni þess og reyni að láta það komast í betra samræmi við umhverfi sitt. Ég rekst þá oft á andstæður hinnar duldu, welsku þjóðarsálar í andstöðu við hina valdamiklu, ensku, opinberu stjórn- endur landsins. Áin Dwyfawr rennur um skóg- ana mína. Þetta er bezta silungs- áin á stóru svæði, og í henni er einnig að finna lax. Ég á veiði- réttindi í ánni allt niður til Llany- stumdwy, allt til staðarins, þar sem Lloyd George er grafinn. f öllum þeim samtölum, sem ég átti við héraðsbúa, fyrstu mánuðina eftir að ég eignaðist Trefan, skaut eftir- farandi spurningu að lokum upp kollinum, eftir að skipzt hafði ver- ið á vingjarnlegum orðum um dag- inn og' veginn og veðrið og sagðar sögur um margt, sem tengt var sögu staðarins og héraðsins: ,,Og hvað ætlið þér að gera, hvað snertir veiðina í ánni?“ í Norður-Wales er ekki barizt af eins mikilli ástríðu fyrir neinu máli og réttinum til veiða í welsku ánum. Bannað er að veiða í mörgum af beztu veiðiánum án sérstakra leyfa, og þeir, sem yfir veiðiréttindunum ráða, eru landeigendur, sem búa ekki í Wales, efnaðir menn, sem stunda slíkar veiðar i tómstundum sínum, eða jafnvel hlutafélög. Oft hafa veiðiþjófar og fógetar, sem haft hafa umsjón með veiðivörzlu, átt í erjum, og í þeirri viðureign hefur komið fram í smækkaðri mynd mót- þrói hinnar welsku þjóðerniskennd- ar gagnvart Englandi. Hin weiska skapgerð býr oft yfir ofsafengnum tilfinningum, og þessi ofsi beinist oft gegn veiðivörðunum, vikapiltum landeigendanna, en þeir menn eru álitnir vera svikarar við sína eigin þjóð. Á meðal venjulegra Wales- búa, sem hugsa eitthvað af viti, er það alls ekki álitið skammarlegt að vera veiðiþjófur, heldur algerlega heiðarlegt og virðingarvert, svo framarlega sem maður verður ekki sjálfur fyrir ásókn veiðiþjófanna. Þá heyrist annað hljóð í strokknum. En hvergi er veiðiþjófnauður vin- sælli en í þeim hlutum Wales, þar sem welsk sérkenni eru enn sterk- ust, þar sem fólkið tekur afstöðu gegn lögunum og laganna vörðum líkt og ósjálfrátt, en rætur þessarar afstöðu má rekja langt aftur í sögu Wales. í fyrra var lögregluþjónn einn skotinn til bana, þegar hann reyndi að ná í welskan veiðiþjóf, og veiði- verðirnir eru óðfúsir að segja hroll- vekjandi sögur um hina hræðilegu áhættu, sem starfi þeirra fylgir, allt frá því að eiga það á hættu að vera stunginn í lærið með laxa- ífæru til þess að missa niður fulla bjórkrús inni á einhverri kránni, þegar einhver þykist rekast á borð- ið. Ég komst brátt að því, að þorps- búar þektku hverja bugðu á ánni minni, hverja hringiðu, hvern hyl. Og hver hylur átti sitt welska nafn (Hestamannahylur fyrir neðan stóru eikina, Suðuhylur fyrir neðan foss- inn, Snákaklettahylur beint á móti Tyddyn-madyn-coch).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.