Úrval - 01.06.1967, Qupperneq 121

Úrval - 01.06.1967, Qupperneq 121
VEGURINN TIL LLANSYSTUMDWY 119 hlutfallstala welskumælandi Wales- búa lækkar ár frá ári eins og vænta má, þar eð íbúatalan vex mest í hin- um enskumælandi sýslum Suður- Wales, þar sem þrír fjórðu hlutar Walesbúa búa reyndar nú þegar . Það hlýtur nú aðeins að vera um að ræða nokkur gamalmenni, sem tala alls enga ensku. Þetta gamla fólk er helzt að finna í afskekktum fjalladölum eða á niðurníddum sveitabýlum. En welska tungumálið er furðulega kraftmikið og lífseigt. Að vissu leyti hefur það verið ákvörðun Walesbúa sjálfra, sem hefur bjargað því, en að nokkru leyti viðieitni brezka ríkisútvarps- ins og nýtilkomið umburðarlyndi opinberra yfirvalda í Lundúnum. í rauninni tala fleiri welsku núna en nokkru sinni áður í sögu Wales, og í fyrra öðluðust Walesbúar rétt til þess að flytja mál sín á welskri tungu við opinber réttarhöld. Þetta er ekkert vandamál fyrir brezka málafærslumenn og dómara, enda virðist helmingur þeirra vera frá Wales hvort eð er. í okkar hluta Wales er welska raunverulegt móð- urmál næstum flestra, fyrsta málið, sem þeir læra að tala. Öll börnin í Llanystumdwy tala hana innbyrð- is og finnst ekkert sjálfsagðara. Og stundum slangrar ósvikinn ,,stæl- gæi“, ,,mod“ eða „rocker“, frá mark- aðsbænum okkar Pwllheli út úr glannalegum, en þó hrörlegum, gömlum bíl, klæddur samkvæmt tízkunni, á támjóum skóm og í leð- urjakka, og heimtar sígarettur eða bensín á máli forfeðra sinna, Kelt- anna, sem er gegnsýrt af hinum tær- ustu tvíhljóðum. Það er auðvelt að gera gys að því, að mál svona örlítils þjóðarbrots skuli hafa haldið lífi. Og það er eitthvað skoplegt og aumkvunar- vert í senn við ást Walesbúa á forn- um bókmenntum sínum. Ljóðskáld- ið R. S. Thomas, sem er sjálfur Walesbúi, líkti þessu fyrirbrigði eitt sinn við það, að „verið væri að naga bein dauðrar menningar.“ Það er erfitt að taka welskt ljóðskáld hins hefðbundna stíls hátíðlega, þegar það klæðir sig að hætti hinna fornu Druida fyrir Eisteddfodhátíðina. Og fáir welskir rithöfundar, sem teljast mega góðum hæfileikum gæddir, eru reiðubúnir að binda sig við tungu, sem er alls ekki hugsanlegt, að nái til stærri lesendahóps en um hálfrar milljónar manna. Það er ekki fyrr en á síðustu árum, að hið einkennilega töfrandi hljómfall hefðbundins welsks ljóðaforms hef- ur eignazt lesendur annars staðar í heiminum með hjálp þýðinga á er- lendar tungur. Og líklega er það ekki fyrr en maður kemur og sezt að í Wales og skynjar hina duldu töfra menningar þeirrar, sem umlykur mann, að maður getur gert sér grein fyrir því, hversu fyrirlitlegt það væri að láta tungumál þetta deyja út og gefast í eitt skipti fyrir öll upp fyrir hátölurum 20. aldarinnar. SÉRHVER MAÐUR ER „HERRAMAÐUR" Líklega muntu fljótlega draga þessa ályktun, ef svo vill til, að þú sért sjálfur rithöfundur, því að welska, siðmenningin er eitt þeirra lífsháttakerfa, sem skapa með mönnum virðingu fyrir bókmennta-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.