Úrval - 01.06.1967, Side 129

Úrval - 01.06.1967, Side 129
FÁTÆK LÖND OG AÐSTOÐIN VIÐ ÞAU 127 ungarnar, að mannfjölgun þessara ríkja er meiri en sem svarar aukinni matvælaöflun þeirra. Nú myndi margur segja, að eftir þessu að dæma hefði aðstoðin ekki komið að nokkru gagni. Það væri samt naumast rétt ályktun. Hvernig væri ástandið, ef þessarar aðstoðar hefði ekki notið við? Bágt er það, segja menn, en verra væri það. Og innan um hin fjölmörgu öm- urlegu dæmi leynast þó nokkur, sem gefa vonir um, að ekki sé öll nótt úti enn. Efnahagsþróunin í löndum eins og Mexikó, Formósu og Grikk- landi vekja mönnum vonir. Þessi vonbrigði manna með árang- ur hefur valdið því, að menn hafa heldur hneigzt til að draga úr að- stoðinni við hin vanþróuðu lönd. Öldungadeild Bandaríkjaþings hef- ur skorið niður fjárveitingu til hinna vanþróuðu landa, Frakkland hefur einnig dregið heldur úr að- stoð sinni, England og Þýzkaland halda í horfinu, en Kanada og Japan hafa heldur aukið aðstoð sína, en það gerir engan verulegan mun, þar sem hún er hlutfallslega mjög lítil enn. Margir eru samt enn þeir sem telja, að auka beri aðstoðina sem allra mest þrátt fyrir hinn lélega árangur. George D. Woods, forstjóri Alþjóðabankans, hefur farið þess á leit við þau lönd, sem aflögu fær eru, að þau auki aðstoð sína með því að leggja eitt þúsund milljón dollara inn í bankann til lána, sem færu til vanþróuðu landana. Það veit enginn svarið við því, hversu mikil fjárhæð sé nauðsynleg, ef aðstoðin á að koma að einhverju gagni. Paul Prebisch forstjóri þeirr- ar deildar Sameinuðu þjóðanna. sem fjallar um iðnað og efnahagsþróun- ina í heiminum, reyndi að svara þessari spurningu fyrir fáum árum og reiknaði út, hversu mikill þyrfti að vera innflutningur fátæku land- anna, ef fjárhagsaukningin ætti að ná því marki Sameinuðu þjóðanna, að aukast um 5% árlega. Síðan reiknaði hann út hugsanlegan út- flutning þeirra og komst að þeirri niðurstöðu, að árið 1970 myndir bil- ið milli útflutnings þeirra og inn- flutnings verða sem svaraði 20 þús- und milljónum dollara, og það bil yrði að brúa með einhverjum hætti og þá helzt með erlendri aðstoð. Þetta eru auðvitað ónákvæmar tölur. Alþjóðabankinn hefur reynt að leysa þetta dæmi líka, þó að með öðrum hætti væri. Hann athug- aði hvert einstakt ríki fyrir sig, af þeim sem aðstoðar þurftu og komast að þeirri niðurstöðu, að auka þyrfti enn aðstoðina um 3 til 4 þúsund milljónir dollara. Þannig er síður en svo að menn séu búnir að gefa alla von á bátinn og auk áðurnefndra þriggja landa hafa nokkur lönd sýnt verulegar framfarir, þó að betur mætti þar vera að unnið. Venezuela, Perú, Suður-Kórea, Pakistan og Thailand hafa öll sýnt að þau eru á framfara- braut. Nokkur þessara landa hafa haldið fjárhag ríkisins í lagi og heldur bætt utanríkisviðskipti sín. Indland hefur valdið mönnum mestum vonbrigðum, en einnig Col- umbía og Tyrkland, en öll þessi lönd hafa fengið óhemju aðstoð. Einnig
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.