Póllinn - Apr 2024, Page 6

Póllinn - Apr 2024, Page 6
Við vissum strax að við vildum taka sérstaklega vel á móti nýnemum strax um haustið og því fór í hönd metnaðarfullur undirbúningur nýnemadagskrár. Við ákváðum að safna kröftum yfir sumarið, svo að loknu geggjuðu próflokapartýi var gert óformlegt hlé á félagsstörfum. Haustið hófst svo með dúndrandi nýnemadögum þar sem hópurinn hristist ærlega saman í pílu, nýnemapartýii, pöbbarölti og fullt af öðrum viðburðum. Móttaka nýnema tókst að okkar mati vonum framar og við brýnum fyrir næstu stjórn að leggja áherslu á dagskrá fyrstu daga haustsins - það skilar sér margfalt til baka að byrja sterkt! Vísindaferðirnar hófust svo strax í kjölfarið og voru kjölfestan í félagslífinu í vetur. Sem fyrr voru þær vel sóttar, mismikið þó eftir stöðum, en það var alltaf gaman. Við lögðum upp með að heimsækja sem fjölbreyttasta staði enda starfa stjórnmálafræðingar út um allt og því fátt sem okkur er óviðkomandi. Það er of langt mál að telja upp allt það góða sem á daga okkar hefur drifið, en það sem einna helst stendur upp úr er í fyrsta lagi sögulegur sigur Politica á Hagstjórnardaginn þar sem þið, kæru félagsmeðlimir, brutuð blað í sögunni og sýnduð hagfræðisnúllunum okkar svo sannarlega að sá hlær best sem síðast hlær. Í öðru lagi er það nýlega afstaðin árshátíð okkar, sem haldin var 2. febrúar s.l. Þrátt fyrir gular veðurviðvaranir og ýmsa aðra hnökra tókst kvöldið svo vel, að við erum enn í sæluvímu. Frábær stemmning, hrífandi ræða hjá heiðursgestinum, hlátrasköll yfir annálnum og almenn skemmtun og gleði. Takk fyrir æðislegt kvöld! Kæru félagsmeðlimir Fyrir hönd fráfarandi stjórnar þakka ég kærlega fyrir frábært skólaár. Ég vona að þið séuð á leið út í sumarið með bjartsýni og gleði að leiðarljósi - safnið kröftum, njótið líðandi stundar og látið ykkur hlakka til þess að hittast aftur á nýjan leik þegar skóli hefst að nýju. Það hefur verið mér sannur heiður að sinna leiðtogahlutverki fyrir hönd ykkar stjórnmálafræðinema og ég vona að ég og við í stjórninni höfum skapað þægilegt andrúmsloft, tilhlökkun og búið til aðstæður fyrir ykkur að kynnast betur og hafa gaman. Til hamingju með lífið og tilveruna kæru stjórnmálafræðinemar og njótið afraksturs ritstjórnar Pólsins! Dagur Ágústsson 05 ÁVARP FORSETA Kæru félagsmeðlimir Nú fer senn að líða að lokum skólaársins. Það er með miklu stolti, trega og auðmýkt sem ég ávarpa ykkur hér í nýju og glæsilegu tölublaði Pólsins, tímariti Politicu. Starfsár fráfarandi stjórnar hefur gengið vonum framar og það er fyrst og fremst jákvæðni, bjartsýni, skemmtana- og bjórþorsta félagsmeðlima að þakka. Fráfarandi stjórn tók að venju við í aprílmánuði 2023. Strax fór í hönd hugmyndavinna, hópefli og fundar- höld um hverjar okkar áherslur yrðu á komandi skóla- ári.

x

Póllinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Póllinn
https://timarit.is/publication/1851

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.