Póllinn - Apr 2024, Page 14

Póllinn - Apr 2024, Page 14
NICHE ÁHUGAMÁL EINRÆÐISHERRA Auðólfur Már Gunnarsson Katla Ólafsdóttir Kim Jong Il, kvikmyndaunnandi og James Bond nörd Norður-Kórea hefur alltaf fundið leiðir til þess að vekja athygli á sér í alþjóðlegri umfjöllun og hefur aukin umfjöllun um hernaðarbrölt þeirra vakið óhug á alþjóðavettvangi. Í dag þekkja allir núverandi leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong Un, en margir muna ekki eftir föður hans og fyrrverandi leiðtoga þess, Kim Jong Il. Margir hafa kallað Kim Jong Il versta leiðtoga Norður-Kóreu en einstaklingurinn er sérlega furðulegur. Kim Jong Il var Menningar- og áróðursmálaráðherra áður en hann tók við sem leiðtogi Norður- Kóreu og var málefni hans að endurvekja norður-kóreskan kvikmyndaiðnað. Verandi mikill kvikmyndaunnandi og mikill áhugamaður á James Bond, þá var hann harðákveðinn að gera norður- kóreskar kvikmyndir nógu góðar til þess að keppa við kvikmyndaiðnað Vesturlanda. Hins vegar var ýmislegt sem vantaði. Þrátt fyrir það að Kim Jong Il þekkti vestrænar kvikmyndir þá þekkti norður- kóreskur almenningur ekkert til erlendra kvikmynda (allavega ekki löglega). Kim Jong Il fannst líka norður-kóreskir leikarar glataðir og taldi því að besta leiðin til þess að betrumbæta stöðuna væri að ræna hæfileikaríku erlendu kvikmyndastarfsfólki (leikarar, tökulið og leikstjórar). Til þess að ná í þessa einstaklinga þá stofnaði hann Q deildina sem sá um að nema á brott erlenda leikara og leikstjóra. Deildin hét í höfuðið á leyniþjónustu deild MI6 sem James Bond starfar fyrir og Kim Jong Il lét reisa kvikmyndasal í höllinni sinni til þess að horfa á erlendar kvikmyndir. Jean-Bédel Bokassa, forseti, keisari og aðdáandi Napóleons Eins og nafnið gefur til kynna er Mið-Afríkulýðveldið lýðveldi í Mið-Afríku. Ríkið hefur hins vegar ekki alltaf verið lýðveldi heldur var það keisaradæmi um nokkurra ára skeið á áttunda áratug síðustu aldar. Ríkið hlaut sjálfstæði frá Frökkum árið 1960 og var lýðveldi í rúm 15 ár uns þáverandi forseti ríkisins, Jean-Bédel Bokassa, tók loks af skarið og stofnaði keisaradæmi árið 1976. Með því uppfyllti hann langþráðan draum sinn um að gerast keisari. Við keisaradæmisstofnunina gerði Bokassa kaþólsku að ríkistrú og lét þegna sína kalla sig „hans keisaralegu hátign“. Hann hafði alltaf litið mikið upp til Napóleons Bónaparte og var stjórnartíð Bokassa sterklega innblásin af stjórnarháttum hans. Krýningarathöfn Bokassa átti sér stað þann 4. desember árið 1977 og var hún nánast hrein eftirlíking krýningarathafnar Napóleons. Athöfnin hófst með því að tveir verðir klæddir herbúningum frá valdatíð Napóleons gengu inn á nýbyggðan körfuboltaleikvang, sem var krýningarhöllin, haldandi á þjóðfána Mið-Afríkukeisaradæmisins. Því næst gengu krónprinsinn og keisaraynjan inn og að lokum Bokassa, klæddur í hvítt tóga og með lárviðarsveig á höfði, líkt og Napóleon hafði haft. Bokassa krýndi sjálfan sig, líkt og Napóleon, og það vakti furðu að franski ráðherrann Robert Galley var klæddur sem Michel Ney, marskálkur Napóleons. 13

x

Póllinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Póllinn
https://timarit.is/publication/1851

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.