Póllinn

Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Póllinn - apr 2024, Qupperneq 15

Póllinn - apr 2024, Qupperneq 15
Gurbanguly Berdimuhamedow, áhugamaður um heimsmet Frá því að Túrkmenistan lýsti yfir sjálfstæði árið 1991 frá Sovétríkjunum hafa þrír forsetar verið við völd og hafa þeir allir verið einræðisherrar. Sá fyrsti var kommúnistaleiðtoginn Saparmyrat Nyýazow, eða Türkmenbaşy, en við fráfall hans 2006 tók Gurbanguly Berdimuhamedow, oft kallaður Arkadag sem merkir Verndarinn, við völdum. Árið 2022 tók Serdar Berdimuhamedow, sonur Gurbangulys, síðan við forsetaembættinu. Türkmenbaşy var áhugaverður karakter og einkenndist valdatíð hans mikið af persónudýrkun, sem Gurbanguly Berdimuhamedow hélt gangandi. Gurbanguly Berdimuhamedow er sérstakur áhugamaður um heimsmet, Heimsmetabók Guinness nánar tiltekið, og einkenndist valdatíð hans af ýmsum áhugaverðum heimsmetum. Í höfuðborginni Asgabat er til að mynda hæsta hlutfall marmarabygginga á afmörkuðu svæði, en árið 2013 voru þær 543 á 4,5 fermílna radíusi. Í Asgabat eru líka flestir gosbrunnar í almenningsrými, en Asgabat- gosbrunnurinn inniheldur 27 minni gosbrunna. Að auki er stærsta parísarhjól heims í Asgabat en það stendur í Alem-skemmtigarðinum í suðurhluta borgarinnar. Heimsmet Túrkmenistan eru þó ekki bara byggingarlegs eðlis heldur hefur landið líka heimsmetið yfir flesta hjólreiðamenn sem hjóla í beinni línu, en þeir voru 2.019 og hjóluðu 3.300 metra. Einnig hefur landið heimsmetið yfir fjölmennasta kórinn, en árið 2015 sungu 4.166 manns lagið „Áfram bara áfram, kæra landið mitt Túrkmenistan“ fyrir Berdimuhamedow. 14

x

Póllinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Póllinn
https://timarit.is/publication/1851

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.