Póllinn - Apr 2024, Page 20

Póllinn - Apr 2024, Page 20
HVERNIG VERÐA FORSETAKOSNINGARNAR 2024 FRÁBRUGÐNAR ÖLLUM ÖÐRUM? Björn Gústav Jónsson Næstu forsetakosningar í Bandaríkjunum fara fram þann 5.nóvember 2024 og það eru þeir Joe Biden forseti og Donald Trump fyrrum forseti keppist um forsetaembættið öðru sinni. Donald Trump var kjörinn forseti 2016 eftir sigur á Hillary Clinton fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna og utanríkisráðherra 2009-2013, en hann tapaði síðan endurkjöri fyrir Joe Biden fyrrum varaforseta í kosningunum 2020 og í komandi kosningum hyggst hann hefna fyrir tapið. Joe Biden vann kosningarnar 2020 en þá var búið að ganga á ýmsu í forsetatíð Donald Trump, fjöldi hneykslismála innan Hvíta Hússins, m.a. mótmæla og óeirða í kjölfar morðsins á George Floyd auk heimsfaraldurs kórónaveiru en viðbrögð Donald Trump í þessum málum voru vægast sagt fyrir neðan allar hellur. Joe Biden sór embættiseið sinn 20.janúar 2021 og það hefur gengið á ýmsu í hans forsetatíð, Biden mældist með ágætisfylgi fyrstu mánuðina en fylgið átti eftir að dala eftir að hann dró herlið Bandaríkjana heim frá Afganistan sem varð til þess að Talíbanar tóku völdin á ný tæpum 20 árum eftir að þeim var steypt af stóli í kjölfar hefndaraðgerða hryðjuverkaárasanna 11. september 2001. Donald Trump hefur boðið sig fram til forseta á ný. Hann var tvívegis ákærður til embættismissi en var í bæði skiptin sýknaður af Öldungadeildinni þar sem tveir þriðju Öldungadeildarþingmanna þarf til að sakfella forseta svo honum sé vikið úr embætti. Í fyrra skiptið greiddu allir 47 þingmenn Demókrataflokksins í Öldungadeildinni auk Mitt Romney atkvæði með því að sakfella Trump en í seinna skiptið greiddu allir 50 þingmenn Demókrataflokksins í Öldungadeildinni auk 7 þingmanna Repúblikanaflokksins (þar á meðal Mitt Romney) atkvæði með sakfellingu en það dugði ekki þar sem 67 þingmenn af 100 þurfa að vilja sakfella til að forseta sé vikið úr embætti. Trump var 45. forseti Bandaríkjanna og er Joe Biden því sá 46. í röðinni, nái Trump kjöri á ný verður hann 47. forseti Bandaríkjanna og sá annar í sögunni til að vera forseti tvö aðskilin kjörtímabil en hinn var Grover Cleveland 22. og 24. forseti Bandaríkjanna 1885 til 1889 og síðan 1893 til 1897. Vinni Trump 2024 er ljóst að hann verður ekki í kjöri 2028 og er því líklegt að hann leyfi sér meira á því kjörtímabili heldur en á sínu fyrra tímabili, óhætt er að segja að Trump var pottþétt með einhver plön fyrir seinna kjörtímabilið sitt sem fóru út um þúfur þegar hann tapaði endurkjöri á móti Joe Biden en nái hann kjöri á ný er nokkuð ljóst að hann muni gera allt til að klára þær fyrirætlanir sínar. Kosningarnar eru alveg stál í stál en höfundi finnst það líklegara að Donald Trump vinni nauman sigur. 19

x

Póllinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Póllinn
https://timarit.is/publication/1851

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.