Póllinn - apr. 2024, Síða 25

Póllinn - apr. 2024, Síða 25
Íþróttaviðburðir geta oft birst sem tákn um sjálfsmynd þjóða, þar sem íþróttafólk eru fulltrúar . Árangur þeirra er talinn sýna styrk og getu hverrar þjóðar, sem eflir sameiginlegt stolt og sjálfsmynd hennar. Íþróttaviðburðir sameina fólk innan þjóðar. Aðdáendur frá mismunandi svæðum, bakgrunni og hugmyndafræði koma saman til að styðja við landslið sín, án tillits til félagslegrar skiptingar og stuðlar að þjóðareiningu. Ríkisstjórnir og stjórnmálaleiðtogar nota íþróttakeppnir sem vettvang fyrir áróður, til að móta almenningsálit og afla stuðnings. Íþróttaafrek eru líka nýtt til að styrkja pólitíska hugmyndafræði innanlands og á alþjóðavettvangi. Íþróttafólk getur fundið fyrir þrýstingi til að samræmast þjóðlegum hugmyndum og þjóna sem sendiherrar fyrir lönd sín, mögulega á kostnað persónulegra trúar sinna eða sjálfræðis. Í vestrænum ríkjum hefur íþróttafólk notað vettvang sinn til að tala fyrir málefnum félagslegs réttlætis, sem hefur vakið umræðu um hlutverk stjórnmála í íþróttum. Mótmæli Colin Kaepernicks, sem kraup niður við þjóðsönginn í NFL-deildinni, lögðu áherslu á kynþáttaóréttlæti og lögregluofbeldi og vöktu umræður um skörun íþrótta, ættjarðarástar og aktívisma. Kaepernick hefur ekki fengið samning við NFL lið síðan. Sniðganga og siðferðislegar áhyggjur Sniðganga íþróttaviðburða er ein af birtingarmyndum mótmæla gegn löndum sem eru sökuð um mannréttindabrot eða siðlaus vinnubrögð. Ákvörðunin um sniðgöngu er oft knúin áfram af löngun til að draga þjóðir til ábyrgðar fyrir gjörðir sínar og þrýsta á þær að koma á breytingum. Líklega er frægasta dæmið þegar lönd og einstaklingar ákváðu að sniðganga íþróttaviðburði tengda Suður-Afríku í mótmælaskyni gegn aðskilnaðarstefnunni sem var þar. Þar voru Ólympíuleikarnir í lykilhlutverki. Alþjóðaólympíunefndin (IOC) dró boð sitt til Suður-Afríku á Sumarólympíuleikana 1964 til baka þegar innanríkisráðherra Jan de Klerk krafðist þess að liðið þeirra yrði aðskilið eftir kynþætti. IOC ætlaði svo að leyfa Suður-Afríku aftur að taka þátt eftir að þeir lofuðu að hafa liðið sitt ekki aðskilið en dró boð sitt til baka eftir að aðrar Afríkuþjóðir og fleiri hótuðu sniðgöngu. Suður- Afríka var formlega rekin úr IOC árið 1979. Þetta leiddi einnig til þess að IOC staðfesti yfirlýsingu gegn aðskilnaðarstefnu í íþróttum 21. júní 1988. Í kjölfar kalda stríðsins var samband Sovétríkjanna og Bandaríkjanna afar stirt. Bandaríkin hvöttu til sniðgöngu á Ólympíuleikunum í Moskvu 1980 vegna innrásar Sovétsmanna í Afganistan. Sovétríkin svöruðu í sömu mynt og þau ásamt fleiri löndum úr austurblokkinni sniðgengu Ólympíuleikana fjórum árum seinna í Los Angeles. Úkraína neitaði að taka þátt í bandí-heimsmeistaramótinu 2015 sem Rússar stóðu fyrir vegna innlimunar Rússlands á Krímskaga árið áður, þar sem Úkraína lítur enn á Krímskaga sem hluta af yfirráðasvæði sínu. Í aðdraganda Vetrarólympíuleikana árið 2022 í Kína myndaðist alþjóðlegur þrýstingur um að sniðganga þá vegna meðferðar kínverskra stjórnvalda á úígúrskum múslimum, aðgerða gegn lýðræðishreyfingum í Hong Kong og ritskoðunar á málfrelsi. Ýmis lönd eins og t.d. Bandaríkin, Bretland og Ástralía sendu ekki embættismenn á kínversku Vetrarólympíuleikana. Samt sem áður sendu þau íþróttafólk sem rýrði aðeins pólitísku skilaboðin sem þessi „sniðganga“ hafði og sumir hafa lýst því sem dyggðarflöggun. 24

x

Póllinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Póllinn
https://timarit.is/publication/1851

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.