Póllinn - apr. 2024, Síða 42

Póllinn - apr. 2024, Síða 42
Í matarboðum er það ekki óalgengt að fólk spyrji man spjörunum úr um líf mans og störf en það kannast kannski mörg sem bera leg við það að vera spurð spurninga sem snúa að barneignum eða öðru slíku. Spurningar um það hvenær man ætli nú að eignast barn. Þetta er viss hnýsni og kemur fólki í rauninni lítið við hvað fer fram í svefnherbergjum hjá mani en það sem þessar spurningar eiga allar sameiginlegt er að þær gera ráð fyrir því að einstaklingurinn sem er spurður geti og vilji eignast börn. Staðreyndin er þó sú að það hafa ekki öll sömu tækifæri til þess að bera börn hvort sem það sé vegna líkamlegum eða andlegum ástæðum. Barnsburður og getan til þess að bera börn eru ein af þeim réttindum sem man tekur ekki eftir að man hefur fyrr en man getur það ekki lengur. Það er þó ekki alltaf þættir sem snúa að einstaklingnum sjálfum sem ákvarða getu hans til þess að bera börn heldur geta það einnig verið utanaðkomandi þættir sem hafa áhrif. Eins barns stefnan í Kína Kína hafði lengi vel verið fjölmennasta land í heimi en eins og staðan er núna frá skrifum þessarar greinar hefur Indland hreppt þann titill. Það má að einhverju leyti rekja það til þess að í Kína var sett á hina svokölluðu eins barns reglu (e. One-child policy). Þessi stefna átti að koma í veg fyrir fólksfjölgun sem samkvæmt stjórnvöldum var komin úr böndunum. Stjórnvöld höfðu einungis hvatt einstaklinga til þess að nota getnaðarvarnir og eignast færri börn en fleiri. Það var þó ákveðin vendipunktur í þessum málum þegar Mao Zedong lést 1976 og Deng Xioping tók við. Þá fóru stjórnvöld að herða á aðgerðum varðandi barneignir. Það byrjaði eins og áður kom fram með hvatningu. Fólk var hvatt til þess að eignast einungis eitt barn. Það var þó hinn 25. september 1980 þar sem að þessi góðlátlega hvatning varð að opinberri herferð. Þann dag sendi miðstjórn Kommúnistaflokksins í Kína opið bréf á alla meðlimi flokksins þar sem þeir voru hvattir til þess að fylgja eins barna reglunni. Þessi dagsetning er sú sem fólk miðar oft við sem upphafsdag stefnunnar. Það áttu formlega allir að fylgja stefnunni en þó voru nokkrar undantekningar. Undatekningarnar voru stundum gerðar fyrir þá sem voru hluti af etnískum minnihlutahópi og/eða eignuðust barn sem var fatlað (þetta er ekki tæmandi listi). Þessar undantekningar gerðu fólki kleift að eignast annað barn. Stefnan var síðan hert á 9. áratugnum þar sem að fólk var neytt í þungunarrof og ófrjósemisaðgerðir. Þó að þessi stefna hafi virkað til þess að hægja á og jafnvel minnka fólksfjölgun í Kína þá hafði þetta einnig neikvæð áhrif sem að stjórnvöld sáu ekki fyrir eða gerðu illa ráð. Ein af þessum áhrifum var sá kynjahalli sem myndaðist í Kína í kjölfar stefnunar. Það hallaði mjög á stúlkubörn. Ástæðan fyrir þessum halla var að finna í menningu landsins. Í Kína er sú hefð að synirnir hugsi um foreldra sína þegar þau verða gömul, erfi nafnið og eigur fjölskyldunnar meðan að hlutverk kvenna er að giftast. Þetta leiddi til þess að stúlkubörn voru í miklu mæli bornar út eða það var bundinn endi á þungunina. Í kjölfar þess þá hafa margar stúlkur frá Kína verið ættleiddar til annara landa. Annað vandamál sem Kínverjar hafa staðið frammi fyrir er að eldri borgurum fjölgar hraðar en fæðingartíðninni þannig að þjóðin er að eldast. Þetta leiðir til þess að það er skortur á fólki til þess að vinna. Lág fæðingartíðni leiddi einnig til þess að það voru færri börn sem gátu hugsað um foreldra sína á eldri árunum. Þriðja vandamálið var síðan fjöldi óskráðra barna. Fjölskyldur áttu það til að fela börnin sín og skrá þau ekki í kerfið til að forðast það að þurfa að borga til þess að hafa þau eða gefa þau frá sér. Þetta gerði það erfitt fyrir þessi börn að mennta sig og fleira. Stefnan var að lokum lögð niður árið 2015 en breytingin tók gildi ári seinna og eins og staðan er núna er fólki kleift að eignast tvö börn. FRJÓSEMISRÉTTINDI Margrét B W Waage Reynisdóttir 41

x

Póllinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Póllinn
https://timarit.is/publication/1851

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.