Morgunblaðið - 02.07.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.07.2005, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fyrsti kjarasamningur sjúkraliða án verkfalls „ÞAÐ er afar ánægjulegt að þetta skuli loksins vera í höfn,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags íslands (SLFÍ), um kjarasamning félagsins við ríkið sem undirritaður var sl. fimmtudag. Samningurinn gildir frá og með 1. júní sl. og gildir til aprílloka árið 2008. „Núna eigum við hins vegar eftir að semja við Launanefnd sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og sjáIfseignarstofnanir,“ segir Kristín og bendir á að í gegnum tíðina hafi yfirleitt verið samið við alla fjóra aðila á sama tíma. „Sem hefur fyrst og fremst helgast af því að við höfum þá verið í verk- falli gagnvart öllum aðilum samtímis. Þar af leið- andi höfum við verið að landa þeim samningum alltaf samtímis. Þetta er hins vegar í fyrsta skipt- ið sem við erum að landa samningi án verkfalls," segir Kristín og telur líklegt, samkvæmt reynsl- unni, að hinir aðilarnir þrír horfi til samningsins við ríkið. Að sögn Kristínar felur samningurinn við ríkið í sér verulegar kjarabætur fyrir sjúkraliða, aukn- ar tryggingar vegna slysa og örorku, hækkun á framlagi ríkisins til fjölskyldu og styrktarsjóðs og aukin framlög til endur- og símenntunar og hækkun á orlofs- og persónuuppbót. „Hvað kjarabætur varðar þá eru þær á svipuðum nótum og aðrir hafa verið að semja um. Einnig má sem dæmi nefna að orlofsuppbótin hækkar úr í kring- um tíu þúsund kr. í 21.800 kr. árið 2005 og upp í 23.600 kr. árið 2008. Sama á við um desem- beruppbótina sem hækkar líka. Helsta breytingin í nýjum kjarasamningi felst þó í því að frá og með 1. maí 2006 fórum við inn í nýtt launakerfi. Um er að ræða nýja launatöflu hliðstæða töflu BHM,“ segir Kristin og bendir á að sú breyting feli í sér að endurskoða þurfi stofnanasamningana fyrir þann tíma og raða inn í þá töflu. „Þannig að það er mikil vinna framundan við allar þessar stofn- anir,“ segir Kristín. Þess má geta að samningurinn verður kynntur á almennum fundi fyrir sjúkraliða í Reykjavík og nágrenni nk. mánudag kl. 16 á Grettisgötu 89, auk þess sem kynning verður út um allt land á þriðjudags- og miðvikudagskvöld með aðstoð fjarfundabúnaðar. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Klæðning Kárahnjúkastíflu hafin Yfirlit ÁKÆRT í BAUGSMÁLI Ríkislögreglustjórinn hefur gefið út ákæru á hendur sex ein- staklingum, þ. á m. núverandi og fyrrverandi forstjórum Baugs, vegna ætlaðra brota gegn almenn- ingshlutafélaginu Baugi Group hf. Ákæran er í fjörutíu liðum en hún verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 17. ágúst næstkom- andi. Sjöttu flugvélinni bætt við Forsvarsmenn Landsflugs og City Star kynntu í gær nýja Dornier 328 flugvél í flugskýli sínu við Reykjavíkurflugvöll. Er þetta önnur Dornier 328 vélin sem bætist í flug- flota Landsflugs, en vélin bætist í hóp fimm annarra véla sem félagið á og notar í bæði áætlunarflugi og leiguflugi bæði hér og erlendis. Nýja vélin er smíðuð í Þýskalandi, tekur 32 í sæti og þykir afar tæknivædd að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins. Lét fella stjórn sína Þýska þingið felldi í gær tillögu Gerhards Schröders kanslara um traustsyfirlýsingu við ríkisstjóm sína. Schröder vildi að tillagan yrði felld svo hægt yrði að rjúfa þing og boða til kosninga og hafði beðið eigin flokksmenn að sitja hjá við atkvæða- greiðsluna. I kjölfar hennar bað kanslarinn Horst Köhler, forseta landsins, um að boða til kosninga ári fyrir tilsettan tíma og er gert ráð fyrir að samþykki forsetinn beiðnina verði þær haldnar 18. september. Sandra O’Connor hættir Sandra Day O’Connor, sem árið 1981 varð fyrst kvenna til að vera skipuð dómari við hæstarétt Banda- ríkjanna, tilkynnti í gær að hún hygðist setjast í helgan stein. Þetta er í fyrsta sinn í ellefu ár sem emb- ætti dómara við réttinn losnar og má búast við hörðum pólitískum átökum um hver verði skipaður í hennar stað. stað. í dag Fréttaskýring 8 Umræðan 34/36 Úr verinu 11 Minningar 38/40 Viðskipti 14 Kirkjustarf 42 Erlent 18/19 Myndasögur 44 Landið 26 Víkverji 44 Akureyri 25 Dagbók 44/47 Suðurnes 25 Velvakandi 45 Árborg 26 Staður og stund 46 Menning 30/31 Bíó 50/53 Daglegt líf 27 Ljósvakamiðlar 54 Forystugrein 28 Staksteinar 55 Ferðalög 36 Veður 55 * * * Gengisskráning 1. júlí 2005 Heimild: Seðlabanki íslands Kaup Sala Gengi Dollari 64,94 65,24 65,09 Sterlingspund 115,62 116,18 115,90 Kanadadollari 52,78 53,08 52,93 Dönsk króna 10,520 10,582 10,551 Norsk króna 9,960 10,018 9,989 Sænsk króna 8,270 8,318 8,294 Svissn. franki 50,56 50,84 50,70 Japanskt jen 0,5850 0,5884 0,5867 SDR 94,50 95,06 94,78 Evra 78,42 78,86 78,64 Gengisvísitala 110,1805 Tollgengi miðast við kaup og sölugengi 28. hvers mánaðar - www.sedlabanki.is NÝVERIÐ hófu starfsmenn Imp- regilo að steypa klæðningu á vatns- hlið stíflunnar við Kárahnjúka. Notað er sérstakt rafknúið skrið- mót til að draga steypu utan á fyll- inguna og eru steyptir 15 metra breiðir flekar í hverri færslu. Verk- ið er unnið í áföngum eftir því sem vinnu við stíflufyllinguna miðar fram. Steypukápan sem lögð er á vatnshlið stíflunnar er rækilega járnbent og verður 30 sentímetra þykk steypuklæðning efst og þykknar hún eftir því sem neðar dregur og verður 60-70 sentímetra þykk við botninn. Ráðgert er að ljúka uppfyllingu og að steypa klæðningu innan á stífluna sumarið 2006 en miðað er við að hefja vatns- söfnun í uppistöðulónið í byijun september á næsta ári. Litháar grunaðir um smygl á 4 kg af fíkniefnum Sæta gæsluvarð- haldi til 1. september HÉRAÐSDÓMUR Austurlands úr- skurðaði í gær Litháana tvo, sem handteknir voru á Seyðisfirði á fimmtudag, vegna stórfellds fíkni- efnamáls, í gæsluvarðhald til 1. september að kröfu sýslumannsins á Seyðisfirði. Mennirnir eru á þrí- tugs- og sextugsaldri. Annar úr- skurðurinn hafði verið kærður til Hæstaréttar um miðjan dag í gær. Sakarefnið varðar smygl á 4 kíló- um af hvítum fíkniefnum í bíl þeirra í ferjunni Norrænu. Helgi Jensson, fulltrúi sýslumannsins á Seyðisfirði, segir að gæsluvarðhaldskrafa til svo langs tíma skýrist af því mikla magni eiturlyfja sem fannst falið í bita undir bílnum. Komu um borð í Noregi eða Danmörku Mennirnir tveir eru ekki skyldir en talið er að þeir hafi komið í ferj- una annaðhvort í Noregi eða Dan- mörku. Flest bendir til að annaðhvort um amfetamín eða kókaín sé að ræða en nákvæm rannsókn á efn- unum hefur ekki farið fram og verða þau rannsökuð frekar í Reykjavíkur. Héraðsdómur Reykjaness fellir úr gildi úrskurð óbyggðanefndar V atnaj ökulsþj ó ðgar ður stækkar HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur fellt úr gildi úrskurð óbyggðaneftidar varðandi mörk þjóð- lendu og eignarlands jarðarinnar Fells í Suð- ursveit í Hornafirði. Varð dómurinn þannig við meginkröfum íslenska ríkisins, sem stefhdi land- eigendum; sameigendafélagi Fells og Einari Bimi Einarssyni. Komst dómurinn að þeirri niðurstöðu, að jaðar Breiðamerkuijökuls, eins og hann er á hveijum tíma, skuli ráða mörkum eignarlands Fells sunn- an hans ogþjóðlendu á milli vestur- og aust- urmarka jarðarinnar. Óbyggðanefnd hefur til þessa staðsett jaðar jökla eins og þeir vom við setningu þjóðlendulaganna í júlí árið 1998. Dómurinn hefúr þá þýðingu að Jökulsárlón telst áfram vera innan eignarlands Fells og því í einkaeign, en hálendið og þar með jökullinn telst þjóðlenda. Með því að breyta viðmiðun jökuljað- arsins stækkar einnig fyrirhugaður Vatnajök- ulsþjóðgarður. Eigendur jarðarinnar Fells íhuga nú að áfrýja dómi héraðsdóms til Hæstaréttar. Fram kemur m.a. í dómnum, að úr því hafi ekki verið leyst í lögum eða dómum hvort og þá hvem- Morgunblaðið/RAX ig landamerki breytist þegar jökull hverfur af svæði sem hann hefur áður hulið. í þessu tiltekna máli hafi dómurinn engar forsendur við að styðj- ast til að ákvarða legu jökuljaðarsins árið 1922. f héraðsdómi segir m.a.: „Andstætt því sem á er byggt af hálfu óbyggðanefndar fær dómurinn ekki séð að því verði fúndin stoð í lögum nr. 58/ 1998 að gildistaka laganna marki þau skil að því er varðar réttindi yfir landi við jökul sem gengið er út frá í úrskurði nefndarinnar. Hefði í öllu falli verið nauðsynlegt að kveðið yrði með skýmm hætti á um það ef þjóðlendulögum hefði verið ætl- að að hafa þessi réttaráhrif í för með sér og þá ekki hvað síst með tilliti þeirrar réttarvemdar sem eignarréttindum em veitt í 72. gr. stjórn- arskrár." Ræðst af náttúrulegum aðstæðum Er að mati héraðsdóms nærtækast að við úr- lausn þessa álitaefnis verði litið til þeirrar grunn- reglu sem hafi verið talin gilda hér á landi varð- andi breytingu á fjöru og landauka sem þar verði til, enda sé ekki sýnt fram á að hluti jökuls sé inn- an eignarlands. Landamerki færist þannig til í samræmi við færslu jökuljaðarsins og ráðist með því af skýmm náttúrulegum aðstæðum. Héraðsdómari í málinu var Þorgeir Ingi Njáls- son. Lögmaður fslenska ríkisins var Ólafúr Sig- urgeirsson hrl. en verjandi landeigenda Reynir Karlsson hrl. Málskostnaður var felldur niður og allur gjafsóknarkostnaður landeigenda greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. þóknun lögmanns upp á eina milljón króna ■ Meira á mbl.is/ítarefni Morqunblaðid Kringlunni 1,103 Reykjavík. Síml 5691100 Innlendar Iréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Dagiegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umrœðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttlr, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbék|Klrkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is (þróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is ÚtvarpjSjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.