Morgunblaðið - 02.07.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 02.07.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2005 35 RANNSÓKNIN Á BAUGI GROUP Morgunblaðið/Kristinn Nordica bætur vegna „damage“ þar sem ekki var verið að flytja neinar vörur tO Nordica held- ur flutti Nordica vörur til Islands. 13. Eftir að í ljós kom að um kreditreikn- ing var að ræða hafa ásakanirnar breyst úr því að vera fjárdráttur í að við höfum gefíð út rangan kreditreikning til að hækka hagn- að félagsins árið 2001. Reyndar er ein- kennilegt að lögmenn Nordica vissu mjög fljótlega um þessa breytingu á rannsókn lögreglu. í málaferlum í USA í janúar 2003 héldu lögmenn Nordica því fram að reikn- ingurinn hafi verið útbúinn á ólöglegan hátt og settur inn í bókhald Baugs svo afkoman yrði betri (“so that its finaneial statements would appear more positive than the actual financial situation"; og síðan: „Nordica has already disclosed Baugur Group’s plan to obtain a fictitious invoice (in order to bolst- er its financial statements) to Icelandic law officials, who have been investigating the puiported „credit invoice"). Undir skjal þessa efnis ritar JGS nafli sitt því til stað- festingar. Þessi skýring er í engu samræmi við framburð JGS hjá lögreglu. Hann hélt því aldrei fram fyrir lögreglu að hann grun- aði að kreditreikningurinn hefði verið fals- aður í þeim tilgangi að hafa áhrif á afkomu Baugs. Að mínu mati sannar þessi viðsnún- ingur í málatilbúnaði JGS að hann hafi sagt vísvitandi ósatt um kreditreikninginn strax í upphafi og hlýtur að gera frásögn hans mjög ótrúverðuga. 14. Athygli vekur að í fyrstu yfirheyrslum sagði JGS að lögregla „þyrfti að leita í bókhaldi Baugs til að finna skýringu á þessum reikningi, ef hann sé þar að finná'. Þá segir: „Jón Gerald segir að eins og hann hafi upplýst lögreglu um þegar hann gaf skýrsluna þann 25. ágúst 2002, að hann ætti ekki afrit af þessum reikningi, enda kveðst Jón Gerald hafa eytt þessum reikningi strax út úr tölvukerfinu hjá sér eftir útgáfu reikningsins." Að sögn Amars Jens- sonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá RLS, fann lögregla kreditreikninginn á skrifstofu Nor- dica. Þar af leiðandi hefði ekki þurft að leita í bókhaldi Baugs til að finna reikninginn. 15. Kreditreikningurinn hefur verið stór þáttur í rannsókn lögreglu þótt rannsókn- arefnið hafi breyst. Verður hér leitast við að skýra tilurð hans. Eg hef áður greint lög- reglu frá því að samið var um afslátt vegna viðskipta Baugs og Nordica. Viðskiptin náðu mörg ár aftur í tímann og oft fékk Baugur gallaðar vörur eða meira heldur en pantað var, sérstaklega á árum áður. Þegar innflutningur Nordica var aukinn safnaðist upp lager af óseldum vörum. í gögnum málsins eru tölvupóstar frá júní 2001 sem staðfesta alvarleg lagervandamál á Nordiea vörum. Fjárhæðin 60 milljónir kr. er þar sérstaklega nefhd. I einhverjum póstinum er haft eftir JGS að lager í Aðfongum hafi verið kominn í 70 milljónir kr. og „allt staðið fast“. 16. Þetta eru ástæður þess að ég hafði sam- band við JGS í júlí 2001. Við urðum sam- mála um að Nordica gæfi út kreditreikning til Baugs upp á 60 milljónir króna. Ekki stóð til að innheimta reikninginn strax þar sem litið var svo á að Nordica væri í uppbygg- ingu. Baugur vildi hins vegar eiga staðfest- ingu á kröfu sinni sem um hafði verið samið. í samtölum okkar JGS var Ijóst að þarna væri um skuld Nordica að ræða og í tölvu- pósti til JGS frá 1. febrúar 2002 minnist ég m.a. á kreditreikninginn sem skuld Nordica við Baug. Þegar kreditreikningurinn var gerður hafði ég enn trú á JGS og fyrirtæki hans. Ég var þá grunlaus um að Nordica hefði safnað miklum skuldum hjá helstu birgjum sínum. Þess má geta að í bréfi Wal Mart til Baugs frá 28. júní 2002 kemur fram að JGS hefði greint Wal Mart frá því að hann gæti ekki greitt fyrirtækinu þar sem Baugur skuldaði Nordica stórar fjárhæðir sem er alveg fráleitt. Lögregla hefur fengið afrit af þessum samskiptum sem lögð voru fram í einkamáh Nordica gegn Baugi. 17. í hálfsársuppgjöri í ágúst 2001 bað ég TJ um að hafa samband við JGS til að útbúa kreditreikning eins og við höfðum rætt um. Þegar TJ hafði talað við JGS sendi hann tölvupóst til TJ með texta á reikningnum. TJ gerði aðeins smá orðalagsbreytingar en breytti textanum ekki efnislega enda var samningurinn milli mín og JGS. 18. JGS heldur því fram að ekkert réttlæti þennan kreditreikning og að hann sé til- hæfulaus með öllu. Ég vísa til þess sem ég hef rakið hér að framan varðandi aðdrag- anda reikningsins. Heildarviðsldpti milli Baugs og Nordica á tímabilinu 1992-2002 voru nær 700 milljónir króna þannig að 60 milljóna króna afsláttur er síst of mikill mið- að við allar staðreyndir málsins. f þriðja lagi hefur JGS haft uppi ásakanir í minn garð um að hafa á árinu 1996 látið útbúa 135.000 USD ábyrgð í nafni Bónus sf. vegna báts í Flórída. Þetta er rangt. 19. Rétt er að á árinu 1996 gaf Bónus sf. út ábyrgð til handa Nordica vegna vöru- viðskipta. Hafi ábyrgðin verið notuð sem trygging fyrir láni vegna báts, eins og JGS heldur fram, hefur hann einfaldlega farið út fyrir umboð sitt og þar með brotið af sér gagnvart Bónus, síðar Baugi. Haustið 2002 féll ábyrgðin á Baug og var hún þá greidd vegna Nordiea og fjárhæðin færð sem skuld á viðskiptareikning Nordica hjá Baugi. 20.1 tengslum við málaferli í Bandaríkjunum fengu lögmenn Baugs aðgang að ýmsum gögnum fr á banka Nordica. Þá kom í ljós að Nordica hafði notað 135.000 USD ábyrgð- ina sem tryggingu vegna yfirdráttarláns. Þar með er stoðunum kippt undan þessum ásökunum JGS. Lögregla hefur þegar feng- ið þessi gögn afhent. 21. Staðreyndin er sú að Nordica gat ekki starf- að í Bandaríkjunum án þess að Baugur gengist í ábyrgðir fyrir fyrirtækið. Nordica var lítið fyrirtæki sem fékk ekki kredit hjá stórum birgjum. Til þess að komast í við- skipti þurfti JGS að nota nafn Baugs og hann lét m.a. útbúa bréf þess efnis. Einnig þurfti Baugur að ábyrgjast viðskipti Nor- dica. Þess vegna var þessi 135.000 USD _ ábyrgð útbúin og fleiri ábyrgðir einnig. f fjórða lagi hefur JGS sakað mig um að hafa beðið hann um að kaupa bifreiðar í Bandaríkj- unum og fengið hann til að gefa út á nafni Nor- dica ranga og of lága vörureikninga miðað við rétt kaupverð bifreiðanna. Þannig hafi ég látið hann framvísa lægri reikningum vegna bflainn- flutnings til þess að greiða minni tolla og inn- flutningsgjöld. Síðan hafi hann fengið greiddan mismuninn eftir á með því að gefa út annan reikning. Þetta er alrangt. 22. Rétt er að JGS sá um að flytja inn bfla frá USA, bæði fyrir fjölskyldu mína og aðra sem ekki voru á okkar eða mínum vegum. Verðið sem greitt var fyrir bflana var hins vegar sambærilegt við innflutningsverð bfla hérlendis. Það liggur fyrir að tollverð þeirra er ekki óeðlilegt og í tveimur til- vikum var m.a.s. greitt til baka frá tolli þar sem tollyfirvöld töldu tollverðið of hátt mið- að við sambærilegan bílainnflutning. 23. Því fer fjarri að við höfum látið hann gefa út tvo reikninga eins og hann hefur haldið fram. Það er athyglisvert að JGS skuli ekki leggja fram gögn um alla bfla sem hann hef- ur flutt inn. I öllu falli liggur fyiir að JGS hefur ekki sagt alla söguna. Hann sagði lög- reglu t.a.m. ekki frá því að hann átti sjálfur eina af bifreiðunum sem hann sakar okkur um að hafa flutt ólöglega inn! Þá liggur fyr- ir að nafíi sameiginlegs vinar okkar, Guð- mundar Inga Hjartarsonar, hefur verið falsað á innflutningsskjöl í einhverjum til- vikum, hver svo sem hefur gert það. 24. Fjölmargar spumingarvakna varðandi þennan hluta rannsóknarinnar. Endanlegt kaupverð bflanna samkvæmt því sem JGS heldur fram er hærra en fyrir sambærilega bfla hér. Voru menn þá að falsa pappíra til þess að borga jafnvel hærri tolla en þeim bar? Hafa bflasalarnir í Bandaríkjunum verið yfirheyrðir? Hafa þeir gengist við að hafa falsað sölusamninga og þar með að hafa tekið þátt í broti JGS gegn bandarísk- _ um lögum? I fímmta lagi hefur komið fram að Iögregla telur eitthvað grunsamlegt við tekjufærslu sem stóð í tengslum við fyrirhuguð viðskipti með kaffi í gegnum SMS, sem er dótturfélag Baugs í Færeyjum. Þegar íslenskir umboðsmenn kom- ust á snoðir um þennan fyrirhugaða innflutning varð ekkert úr honum. Að svo miklu leyti sem mér er kunnugt um voru þessi viðskipti stöðvuð fyrirvaralaust eða hætt við þau. Rétt er að und- irstrika að þessi þáttur rannsóknar byggist ekki á ásökunum JGS. 25. Umræður höfðu verið um það innan Baugs árið 2001 að ná mætti hagstæðari inn- kaupum á kafíi með því að flytja það inn í gegnum Færeyjar þar sem SMS naut betri kjara en Baugur. Aðfóng höfðu þá flutt það- an inn nokkrar sendingar sem sýndu að hægt var að kaupa inn kaffi á verulega lægra verði en frá íslenskum umboðs- mönnum á þessum tíma. Fyrir liggja tölvu- póstssamsldpti sem sýna miklar verðhækk- anir frá birgjum. Á sama tíma hafði verið lögð á það sérstök áhersla hjá Baugi að auka eigin innflutning. Varlega áætlað var talið að innflutningui' á kaffi gæti numið 2- 300 milljónum króna árlega en samningar höfðu náðst um að Baugur myndi njóta sömu kjara og SMS. Gert var ráð fyrir fyr- irframgreiðslu tekna á móti væntanlegum gjöldum vegna innflutningsins og var samningurinn tekjufærður í einu lagi 30. júní 2001. Þegar íslenskir umboðsmenn höfðu fregnir af þessum væntanlega inn- flutningi beittu þeir þrýstingi á framleið- endur ytra til þess að koma í veg fyrir hann auk þess sem þeir komu til móts við Baug og lækkuðu innkaupsverð á kaffi.Innflutn- ingurinn var því sleginn af og var ákvörðun tekin um bakfærslu teknanna. Átti hún sér stað við uppgjör ársins 2001. 26. Varðandi þá ásökun að við höfum verið að reyna að bæta afkomu Baugs í hálfsárs uppgjöri 2001 með þessum færslum til að hafa áhrif á gengi hlutabréfa Baugs má t.d. nefna niðurfærslu eigna upp á 35 milljónir króna 30. júní 2001, sem ekki hefði þurft að grípa til nema af varfærnissjónarmiðum. Þá lagði Baugur til hliðar á hverju ári tugi milljóna króna til að mæta útsölutímabilum, einnig af varfæmissjónarmiðum. Fjárhæð slíkra færslna skipti ekki máli varðandi verðmyndun hlutabréfa í Baugi á þessum tíma. Þar skipti mestu máli eign félagsins í Arcadia. Félagið átti þar milljarða króna í óinnleystum hagnaði. Þetta var mark- aðnum vel kunnugt um. Aðalatriðið er að ársreikningar félagsins eru gerðir í góðri trú og það er skylda mín sem forstjóra fé- lagsins að færa allar kröfur og skuldbind- _ ingar inn í reikninga þess. í sjötta lagi hefur RLS rannsakað við- skiptareikninga sem þeir tóku afrit af í húsleit- inni. Ásakanir JGS beindust þó ekki að þessum viðskiptareikmngum. 27. Eftir fund Hreins Loftssonar og Davíðs Oddssonar í London í janúar 2002 gerði KPMG úttekt á viðskiptum Baugs við helstu eigendur félagsins að frumkvæði Hreins og var niðurstöðum hennar skilað í maí 2002. Til að hafa allt á hreinu var ákveðið að greiða upp viðskiptareikninga þrátt fyrir að þeir væru í viðskiptalegum til- gangi og hluti þeirra væri t.d. ferðakostn- aður vegna viðskiptaferða minna á vegum félagsins. Reikningar þessir voru færðir á mig tímabundið þar til fylgiskjöl yrðu lögð fram og hefur svo verið gert í flestum til- vikum. Ef þau hafa ekld verið lögð fram hef ég greitt kostnaðinn sjálfur. í framhaldinu var gengið í að allir viðskiptareikningar yrðu uppgreiddir. Það gekk eftir og var staðfest í fundargerð stjómar í maí 2002 að öll álitaefni væru komin í rétt horf. Þannig var búið að gera upp og ganga frá þessum málum mörgum mánuðum áður en lögregla gerði húsleit hjá Baugi. 28. Meðal þess sem fært var á viðskiptareikn- ing minn hjá Baugi voru lán vegna hluta- bréfakaupa í Baugi. Ég minni á ákvæði 2. mgr. 104. gr. hlutafélagalaga sem breytt var 1997 þar sem heimilað er að lána starfs- mönnum hlutafélags til að fjármagna kaup á hlutum í félaginu. 29. RLS hefur mikið spurt um notkun kred- itkorta sem ég hef verið með hjá Baugi og m.a. spurt um einstakar færslur. Ég hef þess vegna tekið saman og lagt fram ít- arlega skýrslu til lögreglu varðandi þennan þátt málsins. Ég legg áherslu á að jafnvel þótt í einhverjum tilvikum hafi verið greitt eitthvað sem varðaði mig persónulega en var ekki vegna starfa minna fyrir Baug var það ávallt skráð á viðskiptareikning minn hjá Baugi sem skuld mín við félagið og þ.a.l. ekki fært til gjalda. Á móti þessari skuld gengu t.d. dagpeningar sem ég átti inni, óuppgerðir kaupréttir og kröfur vegna út- lagðs kostnaðar sem ég hafði lagt út fyrir félagið. Tímaskortur og nýjar uppgjörs- aðferðir töfðu hins vegar fyrir endanlegu uppgjöri á þessum málum. Þegar öllu er á botninn hvolft skuldaði Baugur mér en ekki öfugt. Þetta hef ég þegar rakið í yf- irheyrslum og lagt fram gögn. Ég ítreka að aldrei hefur verið reynt að fela neitt eða láta félagið greiða kostnað sem því ekki bar. Þetta eni helstu atriðin sem ég hef verið sak- aður um. Ég trúi því að lögreglan sé að skoða málið með opnum huga og að hún líti ekki framhjá þeim atriðum sem horfa til sakleysis míns og ég hef rakið hér að framan. Mér þykir þó miður að RLS virðist ekki hafa fengið full- nægjandi upplýsingar um ráðstöfun þeirra fjár- muna sem JGS fullyrti ranglega hjá lögreglu að runnið hefðu í bátinn. Þannig hefði lögregla að- eins getað stuðst við einhliða og ósanna frásögn JGS ef lögmenn Baugs hefðu ekki fengið upp- lýsingar beint frá viðskiptabanka Nordica. Auk alls framangreinds hefur mér verið gefið að sök að hafa komið mér undan skuldbindingu samkvæmt samningi við Eyjólf Sveinsson og Dalsmynni ehf., dags. 31. desember 2001, með því að gefa rangar upplýsingar með mála- myndagemingi um hver væri raunverulegur kaupandi þegarfélagið Schilling Inc. keypti hlutabréf Jóns Ólafssonar í Orca SA sem átti hlut í íslandsbanka. Hefur því verið haldið fram að ég hafi með því reynt að komast undan ákvæði samnings um leiðréttingu kaupverðs og þannig auðgast með ólögmætum hætti. Ég hef mætt í yfirheyrslur til RLS vegna þessa máls sem er þó alls ótengt málefnum Baugs og teng- ist ekki ásökunum JGS. Þar lagði ég fram yf- irlýsingu, dags. 16.janúar sl„ semégvísatil. Aðalatriðið þar er samningur sem deilt er um í málinu og gerður var við félag, Schilling Inc., sem er ekki og hefur aldrei verið í minni eigu. Viðskiptasamningar sem gerðir voru í tengslum við málið sanna það auk framburðar allra sem komu að því. Að auki hagnaðist ég ekki á þessum viðskiptum. Ágreiningur vegna þessa máls hefur verið rekinn fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur þar sem Jón Steinar Gunn- laugsson hrl„ sem einnig er lögmaður JGS, fer með málið f.h. Eyjólfs Sveinssonar og Dals- mynnis ehf. gegn mér og Þorsteini Má Bald- vinssyni. Mér þykir furðu sæta að þetta mál sé á borðum lögreglu þar sem það snýst um einka- réttarlegan ágreining milli aðila. Það er engu líkara en að verið sé að nota embætti ríkislög- reglustjóra sem vopn í deilu einkaréttarlegs eðlis en hefur ekkert með refsilöggjöf af neinu tagi að gera. Rétt er að geta þess að nú hafa náðst samningar um að ljúka deilunni með því að stefndu keyptu félagið Dalsmynni ehf. og málið í framhaldinu fellt niður. Þessi niðurstaða lýtur einkum að túlkun á samningnum sem gerður var 31. desember 2001 en er á engan hátt viðurkenning á þeim sökum sem á mig hafa verið bomar. Loks hefúr lögregla með bréfaskriftum ósk- að gagna og upplýsinga um fleiri atriði sem vandséð er að tengist upphaflegum ásökunum JGS, nú síðast með bréfi, dags. 20. janúar sl. I því bréfi er óskað skýringa á viðskiptum milli Baugs og Gaums. Fullyrða má að í viðskiptum milli félaganna hef ég ávallt gengið fram fyrir skjöldu í því að tryggja að hagsmunir Gaums vikju fyrir hagsmunum Baugs. Hefur Gaumur í fjölmörgum tilvikum tekið að sér áhættusöm verkefhi sem þó þóttu áhugaverð og Baugur síðan tekið við og notið afrakstursins. Gleggsta dæmið um þetta eru upphafleg kaup Gaums í Arcadia og m.a. salan á Apótekinu og Ferskum kjötvörum til Baugs. í öllum tilvikum var byggt á markaðsverði eða verðmati bankastofnana. Við endanlega sölu hafa þessi viðskipti fært Baugi stórkostlegan hagnað. Þessi regla í við- skiptum milli Gaums og Baugs var til komin vegna opinberrar gagnrýni þess efrús að Gaum- ur væri að hagnast af samstarfinu við Baug. Því er súrt í broti ef lögregla er að fara af stað með nýja rannsókn byggða á slíkum rang- hugmyndum. Mér'er því ljúft að hlutast til um það að lögregla fái öll gögn sem varða þessi við- skipti enda er þar ekkert að fela. Rannsókn lögreglu hefur nú staðið frá 25. ágúst 2002, eða í 18 mánuði, en húsleit var gerð 28. ágúst 2002. Verður að ætla að mér verði fljótlega kynnt hvar rannsóknin stendur og hvenær vænta megi niðurstöðu hennar. Ég átti frumkvæðið að stofnun Baugs og hef eytt öllum tíma mínum og orku undanfarin ár við að byggja upp fyrirtækið. Allir sem til þekkj a vita að ég hef alltaf borið hag félagsins fyrir bijósti enda er ég ásamt fjölskyldu minni langstærsti eigandi þess ásamt því sem nánir samstarfsaðilar og vinir hafa átt stóran hlut. Ég vona svo sannarlega að þessari rannsókn fari að ljúka og ítreka samstarfsvilja minn og félagsins við lögreglu um að klára málið. Virðmgarfyllst, Jón Ásgeir Jóhannesson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.