Morgunblaðið - 02.07.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.07.2005, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2005 MENNING MORGUNBLAÐIÐ Myndlist | Sumarsýning Listasafnsins á Akureyri morar af óvættum og öðrum kvikindum Sum skrímslin gengu í gildrur sem ég hafði sett upp hér og þar Eftir Berqþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Gabríela Friðriksdóttir: Bomb of Beauty Conquers the Emotional Universe, 2000. Lakk á MDF. SKRIMSLI, ófreskjur, púkar, und- ur, kvikindi, tröll, skollar, finngálkn, skötulíki, luðrur, djöfsar, demónar og drekar ríða húsum á sumarsýn- ingu Listasafnsins á Akureyri sem opnuð verður í dag. Sýningin fjallar um ófreskjur og kynjavenn- af öllum gerðum í íslpnskri myndlist. Sýning- arstjóri er Úlfhildur Dagsdóttir bók- menntafræðingur, sem var beðin að varpa sýn sinni á ákveðið þema að eigin vali. Sýningin mótaðist annars vegar af eigin hugmyndum Úlfhildar og hins vegar af úrvali verka í eigu Listasafns Reykjavíkur og Lista- safns Islands. Einnig var leitað til einstakra Ksta- manna sem lögðu til verk í þetta skrímsla- safn. Hannes Sig- urðsson, safn- stjóri Lista- safnsins, segir það siðvenju að sýna íslenska myndlist í safn- inu á sumrin, þegar helst er von á ferða- mönnum af ýmsu þjóðerni og Islendingar leggja land und- ir fót í stórum hópum. Þá þyki við hæfi að sýna eitthvað upp- byggilegt og þjóðlegt. „Þess vegna var Úlfhildur fengin til liðs við okkur, kona með stór- undarleg áhugamál og mjög ákveðna sýn á lífið og tilveruna. Hér einbeitir hún sér að skrímslunum eins og þeim bregður fyrir í íslenskri myndlist undanfarna öld eða svo, en hún hefur sérstakt dálæti á hvers konar forynjum og kynjaverum — og henni vefst sjaldan sín skelfilega langa fræðitunga um tönn þegar kemur að því að verja þeirra mál- stað.“ Hannes segir að þegar við heyrum orðið skrímsli, detti okkur flestum ósjálfrátt í hug algjört svartnætti og ógeð. En ef við bregð- um upp gleraugum Úlfhildar blasi eiginlega bara við sumar og sól, lita- dýrð og næstum taumlaus gleði. „Þeir semsmitast of mikið af vænt- umþykju Úlfhildar á ófreskjum hefðu kannski jafnvel minna á móti þvi að láta rífa sig á hol af einhverju kolbrjáluðu skrímsli fyrir þær sakir einar að vera til, þvílík er sannfær- ing hennar á ágæti og mikilvægi demóna. Öll skrímsli eiga sér nefni- lega heimkynni í okkur sjálfum og ef við sýnum þeim aðeins meiri skiln- ing og samúð má vel vera að okkur fari að þykja dálítið vænna um eigið skinn. Jafn- vel andskotinn sjálfur á það til að gleðjast og fyllast ofsahamingju yfir eigin illsku þegar allt gengur í haginn og verður þá að minna sig staðfastlega á að þessi hræðilega tilfinning muni brátt líða hjá!“ Á sýningunni, sem spannar tímabilið frá 1916-2005, eru verk eftir 23 listamenn, meðal annars Al- freð Flóka, Ásgrím Jónsson, Bryn- hildi Þorgeirsdóttur, Dunganon, Gabríelu Friðriksdóttur, Gunnar Örn og Huldu Hákon sem gerði myndina fyrir sýningarskrá og veggspjald sérstaklega af þessu til- efni - Út við hafsauga, langt frá Flæmska hattinum. Vandasamt verk og hættulegt Úlfhildur Dagsdóttir vill end- urvekja eldri rithátt orðsins skrímsli og stafa með ufsiloni. Auðvelt að verða við því, enda tengingin við sögnina að skræma, eða afskræma þá augljós, en oftar en ekki eru skrímslin einmitt einhvers konar af- skræming - og andstæða þess sem mennskt er. Þegar leitað er til sér- fræðingsins, Úlfhildar Dagsdóttur, til að forvitnast nánar um þessar furður eins og þær birtast í mynd- listinni, - er svarað hvössum rómi á línunni hinum megin: „Úlfur“! Sæl Úlfhildur, hvaðan koma skrímslin? „Hvaðankoma skrímslin? I kvik- myndinni For- bidden Planet, sem gerist á fjar- lægri plánetu í fjarlægri framtíð, kemur skrímslið úr dulvitund hins afbrýðisama föð- ur, sem óttast að myndarlegir geimfarar tæli dóttur hans. Geimversk vél sem hann hefur stúderað gerir honum - ómeð- vitað - kleift að kalla fram þessa afbrýðisemi í mynd ógurlegs skrímslis sem ræðst á geimfarana. Myndin er augljóslega undir miklum áhrifum frá Freud! Skrímslin á þessari sýningu koma hins vegar hvorki úr framtíð né utan úr geimi, flest þeirra tókst að fanga í hinum ýmsustu undirgöngum og skúmaskotum Listasafns Reykja- víkur, sum fundust í hvelfingum Listasafns íslands, enn önnur gengu í gildrur sem ég hafði sett upp hér og þar. Þetta var vandasamt verk og dálítið hættulegt, en allt gekk vel.“ Hvers vegna þurfa skrímsli að vera til? „Þetta er spurning um táknfræði skrímsla, en í sýningunni forðaðist ég einmitt að velja skrímsli sem voru of táknþrungin. Það er algengt að sjá skrímslið sem tákn fyrir eitthvað annað - til Gunnar Örn Gunnarsson: Án titils, 1983.115x135 cm. Olía á striga. Ólöf Nordal: Hanaegg 1,1994.25x10 cm. Postulín. dæmis dulvitaða afbrýðisemi - en ég vildi sýna skrímsl sem bara eru óvættir, í krafti eigin tilveru. Dæmi um þetta eru verk Brynhildar Þor- geirsdóttur sem eru svo dásamlega sjálfstæð og dýrlega furðuleg. En auðvitað vísa mörg skrímslaverk- anna til ólíkra heimsmynda, verk Huldu Hákon vísa til dæmis til þjóðtrúarinnar, verk Errós til tæknivæddrar framtíðar og verk Dunganons til goðsögunnar." Hvers vegna eru þau hættuleg? „Eins og ég upplifi þetta í mynd- listinni þá eru skrímslin til marks um einhvers konar kraft, óreiðu og uppbrot á því sem við álítum raun- veruleika. Þannig ljá þau sig sérlega vel að því að presentera ókyrrð lista- mannsins gagnvart hinu venjulega og hefðbundna, viðmiðum og stöðl- um. Þetta birtist til dæmis vel í mál- verkum þeirra Margrétar Jóns- dóttur, Magnúsar Kjartanssonar og Sissú sem eru full af einhverju allt öðru lífi en við eigum að venjast. Og þetta líf er auðvitað alltaf dálítið ógnandi, því það er óþekkt og passar ekki inn í rút- ínuna.“ Eru til góð skrímsli? „Það hvort skrímsli eru f. ■ kSm- ■■■■■■■ ,y -«“«i . w. - f 3 Hulda Hákon: títvið hafsauga... 2000-2005. Stærð: 40x30x5cm. Akrfllitir á hydrocal. góð eða vond fer auðvitað alveg eftir því hvernig á máhð er litið. Skrímsl- ið er alltaf ógn, í kvikmyndum ráð- ast skrímsU til dæmis á siðmenn- inguna og rústa hana með glæsibrag. I myndlist, eins og áður sagði, sýna þau okkur í tvo heimana og ógna því hugmyndum okkar um stöðugleika. En það er einmitt að því leyti sem líta má á skrímsU sem „góð“, það að þau skuli opna okkur nýjar víddir og nýjar sýnir, rústa okkar veruleika svo við getum þá kannski byggt annan og betri eins og í kvikmyndinni Mars Attacks, þegar geimverurnar rústa heim- inum og gefa því góðu fólki mögu- leika á að byggja hann upp í mun betra formi en hann var. Kannski sjáum við merki um þetta í verkum Magnúsar Tómassonar um sögu flugsins, en þar mætti hugsa sér að flugsagan hafi verið þurrkuð út og ný smíðuð í staðinn, allólík.“ Hvers vegna erfólk hrætt við skrímsli en vill samt eiga skrímsla- dót, lesa skrímslasögur, horfa á skrímslamyndir ogsækja skrímsla- sýningar? „Þessu er auðvelt að svara: skrímslamyndir eru bara svo fal- legar! Eg myndi vilja eiga öll þau verk sem eru á sýningunni. Þarna er stuð og þarna er fjör, mikið að ger- ast og mikil gleði - og mikil ógn líka, og það er nú það sem allt eðlilegt fólk hlýtur að hrífast af, þessi kitl- andi ógn hrylUngsins sem gefur okk- ur sveittar martraðir, lætur okkur sjá óvætti skjótast milli borðfóta og minnir okkur á að við erum ekkert annað en hæfilega tamin villibráð veiðiglaðra vígtenntra ófreskja." Eru íslensk skrímsli öðruvísi en útlensk? „Nú verð ég að játa að ég hef ekki gert úttekt á íslenskum myndlist- arskrímslum í samanburði við er- lend, og er hreinlega ekki viss um að erlend nútímamyndUst búi yfir eins auðugum garði skrímsla og ís- lensk, mér finnst eins og þetta sé meira í gamla dótinu. Þó rekst ég blessunarlega á eitt og eitt eins og til dæmis á sýningunni The Triumph of Painting í Saatchi Gallery í London, en þar var mjög gleðilegt skrímslaverk eftir Peter Doig. En þó, þegar bet- ur er að gáð var ekkert skrímsli á myndinni, því hún sýndi senu úr þekktri bíómynd, rétt áður en skrímslið birtist. hm. Líklega er best að tjá sig sem minnst um þetta.“ Það verður hægt að skoða skrímslin í Listasafninu á Akureyri til 21. ágúst, en safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 12-17.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.