Morgunblaðið - 02.07.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.07.2005, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Umferðarstraumur úr höfuðborginni þegar ein mesta ferðahelgi ársins gekk í garð Morgunblaðið/ÞÖK Lögreglan í Borgarnesi fylgdist grannt með ökumönnum við Borgarfjarðarbrú í gærkvöldi. Okumenn almennt til fyrirmyndar Eftir Þóri Júlíusson thorirj@mbl.is MIKIL umferð var úr höfuðborginni í gær en fyrsta helgin í júlí er ein mesta ferðahelgi ársins og hugsa sér þá margir til hreyfings. Lá umferðarstraumurinn bæði um Suðurlandsveg og Vesturlandsveg og jókst hann þegar leið á daginn. Þannig var bíLl við bíl allt frá Mosfellsbæ og niður að Ártúnsbrekku um klukk- an hálf sjö í gærkvöldi. Lögi'egluyfirvöld hafa skorið upp herör gegn hraðakstri en nýlega var undirritaðui- samningur milli Umferðarstofú og ríkislögreglustjóra sem felur í sér að lögreglueftirlit á vegum verður aukið um 100% fram til 1. október. Um helgina mim Ríkislög- reglustjóri halda úti öflugri löggæslu til aðstoðar lög- reglustjórum en fjórar lögreglubifreiðar á vegum ríkislögreglustjóra verða á ferðinni vegna umferð- areftirlits og almenns eftirlits. Efitirlltið verður að- allega á vegum á Suðurlandi, Suðausturlandi, Vesfr urlandi og Norðurlandi. Við umferðareftirlitið verða notaðar merktar lögreglubifreiðar sem búnar eru hraðamyndavélum. Þá verður lögreglan sem fyrr með umferðareftirlit á þjóðvegum og almennt efitdrlit í lögsagnarumdæmunum og munu lögregluliðin einnig nota ómerkta bíla við þetta eftirlit. Þeir lögreglumenn sem Morgunblaðið ræddi við í gærkvöldi sögðu ökumenn að mestu leyti til íyr- irmyndar og að Ktið væri um hraðakstur en víða voru aukabifreiðar lögregluembætta við umferðareftirlit. Morgunblaðið/ÞÖK Það var bíll við bfl frá Mosfellsbæ að Ártúns- brekku. Ekki var mikil umferð til borgarinnar. Umferðarþunginn í umdæmi lögreglunnar í Borg- amesi var svipaður og á sama tíma undanfarin ár að sögn Ómars Jónssonar varðstjóra. „Umferðin hefur gengið vel fyrir sig og verið nokkuð stöðug síðan á hádegi en það er ekki miMð um hraðakstur.“ Svipaða sögu var að segja af lögreglunni á Selfossi en þar var mikil umferð og jókst hún þegar leið á kvöldið. Hins vegar var Ktið um hraðakstur. Diplómatískt samband skiptir máli EKKI er nauðsynlegt fyrir stjórn- völd að taka á móti háttsettum embættismönnum, sem koma hingað til lands í óopinbera heim- sókn, með formlegum hætti. „Ef það er ekki diplómatískt sam- band, og ef þeir láta ekki vita, þá fara þeir og koma eins og þeim hentar,“ segir Helgi Gíslason, prótókollsstjóri hjá utanríkis- ráðuneytinu. Hann segir þó venj- una vera þá að ef um diplómatísk samband sé að ræða milli Islands og viðkomandi þjóðar þá myndi utanríkisráðuneytið hafa sam- band við viðkomandi aðila og at- huga hvort hann þyrfti á ein- hverri aðstoð að halda o.fl. Ef svo væri ekki þá yrði ekki meira að- hafst. Vildu ekki tjá sig ÚTFLUTNINGSRÁÐ íslands fundaði í gærmorgun með gestum frá Taívan í gærmorgun sem voru hér í viðskiptaerindum. Þegar haft var samband við Utflutningsráð í gær þá fengust þær upplýsingar að ráðið myndi hvorki tjá sig um efni fundarins né hverjir voru við- staddir. Ákærður fyrir árás sem leiddi til dauða Sjötta vélin bætist í flota Landsflugs og City Star FORSVARSMENN Landsflugs og City Star kynntu í gær nýja Dornier 328 flugvél í flugskýli sínu við Reykjavíkurflugvöll. Er þetta önnur Dornier 328 vélin sem bætist í flugflota Lands- flugs, en vélin bætist við fimm aðrar vélar sem félagið á og notar í bæði áætlunarflugi og leigu- flugi innanlands og erlendis. Nýja vélin er smíð- uð í Þýskalandi, tekur 32 í sæti og þykir afar tæknivædd. Til marks um tæknina benti Atli Georg Arnason, starfandi stjórnarformaður Landsflugs, á að flugstjórnarklefinn væri nánast eins og í nýju Airbus 380 vélunum, sem er stærsta farþegaflugvél í heimi. „Þessi nýja vél virkar á svipaðan hátt og góð þota,“ sagði Rúnar Fossádal Arnason, framkvæmdastjóri Lands- flugs, og benti m.a. á að Dornier 328 vélin gæti flogið í 31 þúsund feta hæð líkt og þotur og hefði auk þess mikinn flughraða. I máli Átla kom fram að í vélinni væri góð farþegahæð, auk þess sem rúmgott væri milli sæta. „Við erum svo heppin að vélin kemur í sömu litum og einkennislitir okkar eru, þ.e. í bláu, hvítu og silfurlit, þannig að við þurfum lítið annað að gera en að setja auð- kenni okkar á vélina. Auk þess er þessi vél, líkt Morgunblaðið/Jim Smart Rúnar Fossádal Árnason og Atli Georg Árnason fyrir framan nýja Dornier 328-vél Landsflugs. og hin vélin okkar, útbúin með bláum leðursæt- um sem hönnuð eru af sömu aðilum og hanna fynr Jagúar,“ sagði Atli. I máli Atla kom fram að nýja vélin kæmi til með að þjóna bæði á íslenskum markaði og í flugi frá Aberdeen í Skotlandi. Um ástæður þess að félagið beindi í rekstri sínum erlendis athygl- inni að Bretlandsmarkaði, með Aberdeen sem heimaflugvöll, sagði Atli vaxandi eftirspurn í Bretlandi, en allar spár bendi til þess að flugeft- irspurn muni aukast um 6% í Bretlandi frarn til ársins 2020, miðað við aðeins 4% í heiminum öll- um. ,A-uk þess er svæðið í kringum Aberdeen, sem er þriðja stærsta borg í Skotlandi, vanrækt- ur markaður af flugfélögum, sem við munum nýta okkur, enda er markmið okkar að fara nýj- ar flugleiðir þar sem við erum ekki í beinni sam- keppni við aðra sökum þess hve dýr hún er,“ sagði Atli. Benti hann á að markmið félagsins væri að þjóna viðskiptafarþegum sem væri hóp- ur sem orðið hefði nokkuð út undan í lággjalda- flugssamkeppninni að undanfórnu. „Við einbeit- um okkur þannig að þjónustu, þægindum og sveigjanleika,“ sagði Atli, og benti á að sífellt vinsælla væri hjá Norðmönnum að skreppa til Aberdeen í þeim tilgangi að leika golf, auk þess sem sífellt væri að verða algengara hjá Islend- ingum að skreppa í dagsferð með vél félagsins til meginlandsins til að fylgjast með fótboltaleik. RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða eins gesta á veit- ingastaðnum Ásláki í Mosfellsbæ í desember síðastliðnum. Ákært er fyrir brot á 2. mgr. 218. grein- ar almennra hegningarlaga sem kveður á um allt að 16 ára fang- eisi. Málið var þingfest í héraðsdómi í gær og fer aðalmeðferð þess fram í haust. Afstaða ákærða til sakarefnisins liggur ekki fyrir. Hrapaði 12 metra niður á stétt VINNUSLYS varð í Sjálandi í Garðabæ í gær þegar 17 ára piltur féll niður á steyptan flöt af fimmtu hæð nýbyggingar. Hann var fluttur talsvert slasaður á slysadeild en þó ekki eins mikið og talið var í fyrstu. Fallið var um 12 metrar og segir lögreglan að hann hafi sloppið ótrúlega vel þrátt fyrir allt. Vinnueftirlit rík- isins var kvatt á staðinn til að meta aðstæður. Þá var ekið á barn á reiðhjóli við Álfaskeið í gær. Var það flutt á slysadeild með minniháttar meiðsli. Gönguskór - mikið úrvai Meindl Colorado Lady TUboðsverð \/erð áður 17.990 kr UTILIF SMÁRALIND SÍMI 545 1550 O GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 O KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 Hótuðu að slíta viðskipta- sambandi við Island Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is HEIMSÓKN Tan Sun Chen er ekki fyrsta heimsókn háttsetts embættismanns frá Taívan hingað til lands. Árið 1997 kom Lien Chen, þáverandi varaforseti Taívans, til Islands í óopinbera heimsókn. Kín- versk stjórnvöld mómæltu þeirri heimsókn kröftuglega. Fram kom í fréttum að kínversk stjórnvöld sögðu að það gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir Island að leyfa vai'aforsetanum að koma til lands- ins. T.d. var tveimur viðskiptafund- um, sem halda átti í Peking, aflýst vegna heimsóknarinnar. Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráð- herra, snæddi með Chen þrátt fyrir mótmæli Kínverja en sagðist telja ástæðu til að óttast að Kínverska alþýðulýðveldið stæði við yfirlýsing- ar sínar, en þeir hótuðu að slíta við- skiptasambandi við ísland. Lien Chen lét hafa eftir sér að viðbrögð Kínverja væru á misskiln- ingi byggð. I lok nóvember 1997 sendi utan- ríkisráðuneytið frá sér fréttatil- kynningu þar sem fram kom að Is- land myndi engin opinber afskipti hafa af Kina. Ríkin urðu sammála eftir viðræður um að byggja sam- skipti sín á sameiginlegri yfirlýs- ingu um stjómmálatengsl frá árinu 1971. Fram kom í tilkynningunni að ísland viðurkenndi eitt og óskipt Kína og að ríkisstjórnin í Peking væri eina löglega ríkisstjórn lands- ins. Auk þess sagði, eins og segir að ofan, að af þessu leiði að Island muni ekki eiga opinber samskipti við Taívan. í tilkynningunni kom þó einnig fram að Kínverjar hefðu ítrekað þá stefnu sína að þeir hefðu ekkert á móti samskiptum einka- aðila á Islandi og Taívan á sviði ferðamála og viðskipta. Árið 1998 heimsóttu þingmenn frá Taívan landið og funduðu m.a. með Tómasi Inga Olrich, þáverandi formanni utanríkismálanefndar, og Össuri Skarphéðinssyni, þáverandi varaformanni nefndarinnar. Haft var eftir Tómasi Inga Olrich árið 1998, þegar taívönsku þing- mennirnir heimsóttu landið, að hann teldi að kínversk stjómvöld gætu ekki talað máli þeirra 20 milljóna sem byggju í Taívan, jafn- vel þótt það væri ekki viðurkennt sem sjálfstætt ríki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.